Þegar þessi frétt er skrifuð er Ronaldo í læknisskoðun í höfuðstöðvum Juventus en þangað mætti hann í morgun að viðstöddu fjölmenni.
Stuðningsmenn ítalska liðsins vissu vel af komu kappans og tóku vel á móti honum þegar hann mætti á svæðið eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan.
Live dal #JMedical. @Cristiano saluta i tifosi #CR7DAY #CR7JUVE pic.twitter.com/yLkTQH5AbN
— JuventusFC (@juventusfc) July 16, 2018
Ronaldo er á leiðinni að verða dýrasti leikmaður í sögu Ítalíumeistaranna og um leið dýrasti leikmaður í sögu ítalska boltans en Juventus borgar 105 milljónir punda til Real Madrid fyrir þennan þrefalda Englandsmeistara, tvöfalda Spánarmeistara sem hefur einnig unnið Meistaradeild Evrópu fimm sinnum.
RONALDO singing 'JUVEEEE JUVEEEE'
— Juvefc.com (@juvefcdotcom) July 16, 2018
#Cr7day #CristianoRonaldo #CR7JUVE pic.twitter.com/Zs5BPnoptq