Kim spilaði lokahringinn í dag á fimm höggum undir pari og var samtals á 27 höggum undir pari í mótinu. Ítalinn Francesco Molinari kláraði á 19 höggum undir pari líkt og Joel Dahmen, Sam Ryder og Bronson Burgoon.
Kim setti með árangri sínum nýtt met á mótinu en enginn annar kylfingur hefur farið hringina fjóra á eins fáum höggum.
Efstu tíu kylfingar mótsins voru allir Bandaríkjamenn, fyrir utan Molinari. Flestir helstu kylfingar heims voru ekki með á mótinu í undirbúningi fyrir Opna breska meistaramótið sem hefst í næstu viku.
Dominance. @Mike_Kim714 sets the @JDClassic 72-hole record!
He claims his first PGA TOUR win in style at 27-under and an 8-shot victory.#LiveUnderParpic.twitter.com/J6EH6SrNfS
— PGA TOUR (@PGATOUR) July 15, 2018