Álitinn klikkaður þegar hann sagðist á leið í sjóinn Jóhann Óli Eiðsson skrifar 16. júlí 2018 06:00 „Ég var eins og dauðadrukkinn þegar ég kom í land og studdist eiginlega við fánann,“ segir Benedikt. Fáninn hafði farið víða, á báða pólana og yfir Grænlandsjökul, en með í för yfir sundið var Ingþór Bjarnason, pólfari og sálfræðingur. Ingþór Bjarnason „Það hefur allt gjörbreyst hérna síðan þá hvað iðkun sjósunds varðar,“ segir Benedikt Hjartarson sundkappi en í dag eru tíu ár liðin frá því að Benedikt afrekaði það fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Síðan þá hafa þrír Íslendingar til viðbótar náð þeim áfanga. „Áður fyrr, þegar maður var á leið í sjóinn, þá fór maður frekar hljótt með það. Þá þótti maður frekar klikkaður en í dag er maður ekki maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti prófað. Það hefur safnast gífurleg þekking og reynsla í þessum efnum og við vitum betur hvað við erum að gera,“ segir Benedikt. Ári áður hafði Benedikt reynt við sundið í tilefni af fimmtugsafmæli sínu en náði ekki í land. Í síðari atrennunni gekk betur en þó ekki áfallalaust. Til að mynda missti hann af hinum vanalega lendingarstað og þurfti því að vera lengur í sjónum til að ná landi. „Ég var sextán tíma og eina mínútu að fara yfir. Ég stend eiginlega enn þá við það að til að þetta teljist sem sund þá þurfi maður að vera sextán tíma eða skemur. Ég eiginlega flaut þarna yfir,“ segir hann. Þegar Benedikt þreytti sundið var annar Íslendingur, nafni hans Lafleur, einnig að reyna við sundið. Jón Karl Helgason gerði heimildarmyndina Sundið árið 2012 um keppni þeirra nafna um hvor yrði fyrstur Íslendinga til að komast yfir Ermarsundið.Miklu munaði í síðara skiptið að hafa betri skipstjóra.Sléttum mánuði eftir að Benedikt synti yfir Ermarsundið synti hann „óvart“ út í Drangey. Vinir hans stefndu á það sund og ákváðu að grípa hann með. Einn úr hópnum var eitthvað efins með sundið og fór Benedikt honum til halds og trausts. Þegar yfir lauk var Benedikt sá eini sem náði alla leið. „Ég synti líka Alcatraz-sundið árið 2012 og hélt að það væri stórkostlegt sund. Það reyndist alveg þræleinfalt og auðvelt. Það ættu allir að synda þetta sem sjósund stunda og helst í sundskýlu og með gleraugu. Það er ekkert mál að synda það, í raun bara eins og skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Benedikt. Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá afrekinu ætlar kappinn að sjálfsögðu að kíkja örlítið í sjóinn hér heima og hitta félaga sína. Benedikt er nýkominn úr Ermarsundinu en hann var öðrum Íslendingi, lögreglumanninum Jóni Kristni Þórissyni, til halds og trausts við tilraun hans við sundið nú. Sá náði ekki alla leið. „Ef maður hefði tíma væri gaman að prófa að synda Gíbraltar-sundið, Katalínu og stóru sundin í Ástralíu. Það krefst þó gríðarlegrar æfingar, maður verður helst að synda fimmtíu kílómetra á viku til að eiga séns. Sem stendur hef ég eiginlega ekki tíma í það,“ segir Benedikt. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
„Það hefur allt gjörbreyst hérna síðan þá hvað iðkun sjósunds varðar,“ segir Benedikt Hjartarson sundkappi en í dag eru tíu ár liðin frá því að Benedikt afrekaði það fyrstur Íslendinga að synda yfir Ermarsundið. Síðan þá hafa þrír Íslendingar til viðbótar náð þeim áfanga. „Áður fyrr, þegar maður var á leið í sjóinn, þá fór maður frekar hljótt með það. Þá þótti maður frekar klikkaður en í dag er maður ekki maður með mönnum nema að hafa að minnsta kosti prófað. Það hefur safnast gífurleg þekking og reynsla í þessum efnum og við vitum betur hvað við erum að gera,“ segir Benedikt. Ári áður hafði Benedikt reynt við sundið í tilefni af fimmtugsafmæli sínu en náði ekki í land. Í síðari atrennunni gekk betur en þó ekki áfallalaust. Til að mynda missti hann af hinum vanalega lendingarstað og þurfti því að vera lengur í sjónum til að ná landi. „Ég var sextán tíma og eina mínútu að fara yfir. Ég stend eiginlega enn þá við það að til að þetta teljist sem sund þá þurfi maður að vera sextán tíma eða skemur. Ég eiginlega flaut þarna yfir,“ segir hann. Þegar Benedikt þreytti sundið var annar Íslendingur, nafni hans Lafleur, einnig að reyna við sundið. Jón Karl Helgason gerði heimildarmyndina Sundið árið 2012 um keppni þeirra nafna um hvor yrði fyrstur Íslendinga til að komast yfir Ermarsundið.Miklu munaði í síðara skiptið að hafa betri skipstjóra.Sléttum mánuði eftir að Benedikt synti yfir Ermarsundið synti hann „óvart“ út í Drangey. Vinir hans stefndu á það sund og ákváðu að grípa hann með. Einn úr hópnum var eitthvað efins með sundið og fór Benedikt honum til halds og trausts. Þegar yfir lauk var Benedikt sá eini sem náði alla leið. „Ég synti líka Alcatraz-sundið árið 2012 og hélt að það væri stórkostlegt sund. Það reyndist alveg þræleinfalt og auðvelt. Það ættu allir að synda þetta sem sjósund stunda og helst í sundskýlu og með gleraugu. Það er ekkert mál að synda það, í raun bara eins og skemmtiskokk í Reykjavíkurmaraþoninu,“ segir Benedikt. Í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá afrekinu ætlar kappinn að sjálfsögðu að kíkja örlítið í sjóinn hér heima og hitta félaga sína. Benedikt er nýkominn úr Ermarsundinu en hann var öðrum Íslendingi, lögreglumanninum Jóni Kristni Þórissyni, til halds og trausts við tilraun hans við sundið nú. Sá náði ekki alla leið. „Ef maður hefði tíma væri gaman að prófa að synda Gíbraltar-sundið, Katalínu og stóru sundin í Ástralíu. Það krefst þó gríðarlegrar æfingar, maður verður helst að synda fimmtíu kílómetra á viku til að eiga séns. Sem stendur hef ég eiginlega ekki tíma í það,“ segir Benedikt.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira