Elías Már Ómarsson skoraði seinna mark Gautaborgar í 2-0 sigri á Örebrö í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta.
Giorgi Kharaishvili kom heimamönnum í Gautaborg yfir á 29. mínútu stuttu eftir að Nordin Gerzic fékk rautt spjald á 23. mínútu. Gestirnir voru því manni færri stærstan hluta leiksins.
Elías Már byrjaði leikinn á bekknum en hann kom inn á 73. mínútu og gulltryggði sigur heimamanna með marki í uppbótartíma.
Arnór Ingvi Traustason var í byrjunarliði Malmö sem gerði 1-1 jafntefli við Östersunds.
Óttar Magnús Karlsson kom inn á undir lok leiks Trelleborgs og Dalkurd. Leikurinn endaði með 2-2 jafntefli.
Elías Már á skotskónum í sigri Gautaborgar
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Körfubolti

Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum
Íslenski boltinn

Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn
Körfubolti

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Formúla 1

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Íslenski boltinn





Bayern varð sófameistari
Fótbolti