Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. júlí 2018 17:41 Fjölmennt lögreglulið stóð vaktina við Turnberry-golfvöll Trumps í dag. Forsetinn sést hér veifa mótmælendum, sem tóku illa í kveðjuna. Vísir/Getty Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. Forsetinn hefur nýtt helgarfríið í kjölfar opinberrar heimsóknar sinnar í Bretlandi til að spila golf og létu mótmælendur einnig í sér heyra fyrir utan golfvöllinn. Myndir náðust af Trump leika golf ásamt syni sínum, Eric, á Turnberry-golfvellinum sem forsetinn keypti árið 2014. Fyrr í dag gerði Trump grein fyrir áætlunum helgarinnar í Skotlandi á Twitter. Hann sagðist ætla að funda, taka nokkur símtöl og spila golf – „aðallíkamsrækt“ forsetans.I have arrived in Scotland and will be at Trump Turnberry for two days of meetings, calls and hopefully, some golf - my primary form of exercise! The weather is beautiful, and this place is incredible! Tomorrow I go to Helsinki for a Monday meeting with Vladimir Putin.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2018 Um hádegisbil í dag höfðu um 50 mótmælendur safnast saman í útjaðri vallarins og veittu Trump óblíðar móttökur þegar hann mætti til golfiðkunar um tveimur tímum síðar. „Enginn Trump, engin rasísk Bandaríki,“ heyrðust mótmælendur kalla að forsetanum er hann veifaði til þeirra. Þá taldi mótmælendahópurinn á götum Edinborgar um tíu þúsund manns í dag. Mótmælendur nutu aðstoðar hinnar frægu Trump-blöðru, sem varð að láta sér lynda að svífa yfir mótmælagöngunni í Edinborg þar eð hún fékk ekki leyfi frá lögreglu til að hefjast á loft við Turnberry-golfvöllinn.Trump-blaðran, og önnur til, í Edinborg í dag.Vísir/GEttyForsetinn hefur þó ekki fengið algjöran frið fyrir ógnum úr lofti. Fyrr í dag var greint frá því að skoska lögreglan leiti nú manns sem flaug inn á bannsvæði yfir golfvellinum á svifvæng. Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari. Þá hefur opinber heimsókn Trumps mætt töluverðri andstöðu í Bretlandi en í gær mótmæltu 250 þúsund manns heimsókninni í London. Einnig var efnt til fjöldamótmæla í skosku borginni Glasgow. Trump og eiginkona hans, Melania, lentu í Skotlandi í gærkvöldi og verða þar fram á mánudag. Því næst heldur forsetinn til fundar við Vladimir Putin forseta Rússlands í Helsinki.Þessir mótmælendur virðast hafa skopstælt Bandaríkjaforseta.Vísir/GettyDonald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One, í Skotlandi á föstudag.Vísir/Getty Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. Forsetinn hefur nýtt helgarfríið í kjölfar opinberrar heimsóknar sinnar í Bretlandi til að spila golf og létu mótmælendur einnig í sér heyra fyrir utan golfvöllinn. Myndir náðust af Trump leika golf ásamt syni sínum, Eric, á Turnberry-golfvellinum sem forsetinn keypti árið 2014. Fyrr í dag gerði Trump grein fyrir áætlunum helgarinnar í Skotlandi á Twitter. Hann sagðist ætla að funda, taka nokkur símtöl og spila golf – „aðallíkamsrækt“ forsetans.I have arrived in Scotland and will be at Trump Turnberry for two days of meetings, calls and hopefully, some golf - my primary form of exercise! The weather is beautiful, and this place is incredible! Tomorrow I go to Helsinki for a Monday meeting with Vladimir Putin.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) July 14, 2018 Um hádegisbil í dag höfðu um 50 mótmælendur safnast saman í útjaðri vallarins og veittu Trump óblíðar móttökur þegar hann mætti til golfiðkunar um tveimur tímum síðar. „Enginn Trump, engin rasísk Bandaríki,“ heyrðust mótmælendur kalla að forsetanum er hann veifaði til þeirra. Þá taldi mótmælendahópurinn á götum Edinborgar um tíu þúsund manns í dag. Mótmælendur nutu aðstoðar hinnar frægu Trump-blöðru, sem varð að láta sér lynda að svífa yfir mótmælagöngunni í Edinborg þar eð hún fékk ekki leyfi frá lögreglu til að hefjast á loft við Turnberry-golfvöllinn.Trump-blaðran, og önnur til, í Edinborg í dag.Vísir/GEttyForsetinn hefur þó ekki fengið algjöran frið fyrir ógnum úr lofti. Fyrr í dag var greint frá því að skoska lögreglan leiti nú manns sem flaug inn á bannsvæði yfir golfvellinum á svifvæng. Í eftirdragi hafði flugmaðurinn borða sem á stóð: Trump, well below par #Resist, sem má þýða sem Trump, vel undir pari. Þá hefur opinber heimsókn Trumps mætt töluverðri andstöðu í Bretlandi en í gær mótmæltu 250 þúsund manns heimsókninni í London. Einnig var efnt til fjöldamótmæla í skosku borginni Glasgow. Trump og eiginkona hans, Melania, lentu í Skotlandi í gærkvöldi og verða þar fram á mánudag. Því næst heldur forsetinn til fundar við Vladimir Putin forseta Rússlands í Helsinki.Þessir mótmælendur virðast hafa skopstælt Bandaríkjaforseta.Vísir/GettyDonald og Melania sjást hér stíga út úr forsetaþotunni, Air Force One, í Skotlandi á föstudag.Vísir/Getty
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19 Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36 Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59 Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Sjá meira
Lögregla leitar mótmælandans á svifvængnum Mótmælandi á svifvæng komst í gær framhjá lokunum lögreglu og sveif yfir Trump Turnberry hótelið í Skotlandi í gær. Þar hafði verið sett upp bannsvæði vegna heimsóknar Donald Trump, Bandaríkjaforseta og eiganda hótelsins. 14. júlí 2018 12:19
Tugir þúsunda mótmæltu heimsókn Trump Donald Trump er staddur á Bretlandseyjum í sinni fyrstu opinberu heimsókn sem forseti Bandaríkjanna. 13. júlí 2018 22:36
Trump viðraði „of brútal“ hugmyndir á fundinum með May Donald Trump Bandaríkjaforseti skipti heldur betur um gír á blaðamannafundi með Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, í dag. Þar virtist hann bakka með harða gagnrýni sína á May. 13. júlí 2018 14:59