Ólafía flaug í gegnum niðurskurðinn á fimm fuglum Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 13. júlí 2018 18:07 Ólafía Þórunn spilar áfram í Ohio um helgina vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á öðrum hring Marathon Classic mótsins á LPGA mótaröðinni í golfi í dag og er örugg í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Fyrsti hringurinn í gær var mjög stöðugur hjá Ólafíu og kláraði hún hann á einu höggi undir pari. Hringurinn í dag byrjaði mjög vel, Ólafía fékk pör á fyrstu fjórum holunum áður en hún sló fyrir tveimur fuglum á næstu þremur holum og kláraði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Seinni níu voru nokkur rússíbanareið, hún fékk tvo skolla og þrjá fugla, og kom í hús á þremur höggum undir pari í dag, samtals fjórum höggum undir pari í heildina í mótinu. Þegar Ólafía lauk keppni var hún jöfn í 15. - 24. sæti, fjórum höggum frá Thidapa Suwannapura og Caroline Hedwall sem deila forystunni. Því skal þó haldið til haga að Ólafía var á meðal fyrstu kvenna út í morgun og því eiga margir keppendur eftir að ljúka keppni. Ólafía er þó örugg í gegnum niðurskurðinn, sem er við parið. Ólafía hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og er þetta aðeins í annað skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn síðan í byrjun maímánaðar. Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir spilaði frábærlega á öðrum hring Marathon Classic mótsins á LPGA mótaröðinni í golfi í dag og er örugg í gegnum niðurskurðinn á mótinu. Fyrsti hringurinn í gær var mjög stöðugur hjá Ólafíu og kláraði hún hann á einu höggi undir pari. Hringurinn í dag byrjaði mjög vel, Ólafía fékk pör á fyrstu fjórum holunum áður en hún sló fyrir tveimur fuglum á næstu þremur holum og kláraði fyrri níu holurnar á tveimur höggum undir pari. Seinni níu voru nokkur rússíbanareið, hún fékk tvo skolla og þrjá fugla, og kom í hús á þremur höggum undir pari í dag, samtals fjórum höggum undir pari í heildina í mótinu. Þegar Ólafía lauk keppni var hún jöfn í 15. - 24. sæti, fjórum höggum frá Thidapa Suwannapura og Caroline Hedwall sem deila forystunni. Því skal þó haldið til haga að Ólafía var á meðal fyrstu kvenna út í morgun og því eiga margir keppendur eftir að ljúka keppni. Ólafía er þó örugg í gegnum niðurskurðinn, sem er við parið. Ólafía hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarið og er þetta aðeins í annað skiptið sem hún kemst í gegnum niðurskurðinn síðan í byrjun maímánaðar.
Golf Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Fótboltamaður skotinn til bana Fótbolti Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Dagskráin í dag: Blikar í Evrópu, Suðurnesjaslagur og van Gerwen mætir til leiks Sport Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira