Árvakur og 365 kaupa Póstmiðstöðina Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. júlí 2018 15:14 Frá höfuðstöðvum Morgunblaðsins í Hádegismóum. vísir/gva Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra, Fjölmiðlar Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Árvakur hf. útgáfufélag Morgunblaðsins og 365 miðlar ehf., eigandi Torgs sem gefur út Fréttablaðið, hafa í sameiningu keypt allt hlutafé í Póstmiðstöðinni hf. Með kaupunum leitast félögin við að styrkja stöðu sína „við erfiðar markaðsaðstæður“ þegar kemur að dreifingu dagblaðanna. Er kaupsamningurinn gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Seljendur eru Fiskisund ehf., Stahan II ehf. og Hannes Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifingar, sem er dótturfélag Póstmiðstöðvarinnar. Greint var frá viðskiptunum á Mbl.is en kaupverðið er ekki gefið upp. Árvakur á eftir kaupin 51% í Póstmiðstöðinni en 365 49%. Í sameiginlegri yfirlýsingu frá Ingibjörgu Stefaníu Pálmadóttur, forstjóra 365 miðla, og Haraldi Johannessen, framkvæmdastjóra Árvakurs, segir að alþekkt sé að rekstrarumhverfi fjölmiðla á Íslandi sé erfitt. „Við slíkar aðstæður er mikilvægt að eðlileg hagræðing fái að eiga sér stað. Þessi kaup Árvakurs og 365 miðla eru liður í því að tryggja að áfram verði gefin út öflug dagblöð á Íslandi og að innlendir aðilar, stórir og smáir hafi aðgang að öflugri dreifingarþjónustu sem veitir einokunarþjónustu ríkisins samkeppni og aðhald,“ er haft eftir Ingibjörgu. Haraldur segir að erlendis hafi þróunin verið í þessa átt að dagblöð samnýti dreifikerfi til að takast á við erfiðar markaðsaðstæður. Hér á landi sé þess ekki síður þörf. Hann segist vonast til að samningurinn styrki rekstur Árvakurs og Póstmiðstöðvarinnar og starfsmenn sem honum tengist verði fyrir sem minnstum óþægindum. Njóti frekar ávinnings af breytingunum.Að neðan má sjá tilkynningu Haraldar til starfsmanna ÁrvakursÁgætu starfsmenn ÁrvakursMér er ánægja að tilkynna ykkur að samningur hefur náðst um kaup Árvakurs hf. og 365 miðla hf. á Póstmiðstöðinni hf., sem meðal annars dreifir Fréttablaðinu. Árvakur verður með 51% eignarhlut og 365 miðlar með 49% eignarhlut og er kaupsamningurinn m.a. gerður með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Póstmiðstöðin dreifir nú Fréttablaðinu, auk margvíslegrar annarrar dreifingar, og ætlunin er að Póstmiðstöðin dreifi einnig Morgunblaðinu. Með þessu er áformað að ná fram hagræðingu sem nauðsynleg er við þær aðstæður sem ríkja á íslenskum fjölmiðlamarkaði. Ég vona að með þessu megi bæta rekstur Árvakurs og að þannig verði þetta til farsældar fyrir starfsmenn félagsins. Reynt verður að tryggja að þeir starfsmenn sem þetta hefur mest bein áhrif á, þeir sem starfa við blaðburð og dreifingu Morgunblaðsins, verði fyrir sem minnstum óþægindum vegna þessa og að þeir muni njóta ávinnings af breytingunum. Á næstunni verður málið til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu og eru engar breytingar fyrirhugaðar fyrr en svör fást þaðan. Starfsmönnum verður haldið upplýstum um framhald málsins og þeim sem hafa spurningar er bent á að hafa samband við Svanhvíti L. Guðmundsdóttur starfsmannastjóra,
Fjölmiðlar Mest lesið Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Hækkanir á Asíumörkuðum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Sjá meira
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent