Deila um það hvort „forréttindapésinn“ Jenner sé í raun sjálfskapaður milljarðamæringur Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. júlí 2018 10:30 Kylie Jenner, yngsti milljarðamæringur heims, á MET-galakvöldverðinum í maí síðastliðnum. Vísir/Getty Undanfarna daga hafa netverjar brugðist við fréttum af því að athafnakonan Kylie Jenner stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn. Margir eru ánægðir fyrir hönd Jenner en aðrir setja stórt spurningamerki við það að hún hafi náð árangrinum af sjálfstáðum. Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum. „Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q— roxane gay (@rgay) July 11, 2018 Umræðan er að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið á miðvikudag og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat. — ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018 Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. Hana vantar þó enn 100 milljónir dollara upp í milljarðinn og hafa hugulsamir aðdáendur hennar stofnað GoFundMe-styrktarsíðu Jenner til aðstoðar. Áhugasamir geta lagt Kylie Jenner lið hér. Samfélagsmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Undanfarna daga hafa netverjar brugðist við fréttum af því að athafnakonan Kylie Jenner stefni nú hraðbyri að því að verða yngsti „sjálfskapaði“ milljarðamæringurinn. Margir eru ánægðir fyrir hönd Jenner en aðrir setja stórt spurningamerki við það að hún hafi náð árangrinum af sjálfstáðum. Jenner er tvítug og eru auðæfi hennar metin á 900 milljónir dollara eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. Hún auðgaðist fyrst og fremst á snyrtivörulínu sinni sem komið var á fót fyrir þremur árum. Samfélagsmiðlanotendur hafa nú margir bent á að Jenner, sem tilheyrir Kardashian-fjölskyldunni, hafi haft ákveðið forskot í vegferð sinni að milljarðinum. „Það er ekki móðgun að benda á að Kylie Jenner er ekki „sjálfsköpuð“. Hún var alin upp af efnaðri, frægri fjölskyldu. Velgengni hennar er lofsverð en hún er byggð á forréttindum hennar,“ skrifar einn Twitter-notandi.It is not shade to point out that Kylie Jenner isn't self-made. She grew up in a wealthy, famous family. Her success is commendable but it comes by virtue of her privilege. Words have meanings and it behooves a dictionary to remind us of that. https://t.co/2HzIJbLb8q— roxane gay (@rgay) July 11, 2018 Umræðan er að miklu leyti byggð á tísti orðabókarinnar Dictionary.com, sem birtist í kjölfar umfjöllunar Forbes-tímaritsins um hin miklu auðæfi Jenner. Orðabókin tekur gjarnan orð, sem hafa verið í deiglunni, og skýrir þau á Twitter-reikningi sínum en Dictionary.com notaði tækifærið á miðvikudag og birti skilgreininguna á „sjálfskapaður“, eða „self-made“ á ensku. Skilgreiningin hljóðar svo: „Sjálfskapaður merkir að hafa náð árangri í lífinu án hjálpar“ og notar orðið svo í setningu: „Forbes segir að Kylie Jenner sé sjálfsköpuð kona“. Margir telja sig hafa lesið milli línanna og saka orðabókina um að ýja að því að Jenner sé alls ekki sjálfskapaður milljónamæringur.This is uncalled for, seriously. And I'm not a Kylie fan but look up "salty," where you work, and have a seat. — ARFLucci (@lawgurrl) July 11, 2018 Gagnrýnin breytir því þó ekki að Jenner hefur náð gríðarlegum árangri í viðskiptum. Hana vantar þó enn 100 milljónir dollara upp í milljarðinn og hafa hugulsamir aðdáendur hennar stofnað GoFundMe-styrktarsíðu Jenner til aðstoðar. Áhugasamir geta lagt Kylie Jenner lið hér.
Samfélagsmiðlar Viðskipti Tengdar fréttir Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17 Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54 Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43 Mest lesið Heitasta hámhorfið í haust Lífið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Stefnir hraðbyri á að verða yngsti sjálfskapaði milljarðamæringurinn Auðæfi Kylie Jenner, sem er aðeins tvítug að aldri, eru metin á 900 milljónir dollara, eða því sem nemur um rúmlega 96 milljörðum íslenskra króna. 12. júlí 2018 12:17
Kylie Jenner lét fjarlægja hinar frægu varafyllingar Jenner greindi frá þessu í athugasemd við Instagram-mynd sem hún birti í fyrradag. 10. júlí 2018 16:54
Kylie Jenner opinberar nafn dótturinnar Eftir margra mánaða vangaveltur aðdáenda sagði Jenner loksins frá fæðingu dóttur sinnar á sunnudag. 6. febrúar 2018 21:43