G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Úlfur Úlfur í sumarblíðunni í Færeyjum. Kapteinn Per Jakobsen skutlaði drengjunum út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá þeim áður. Fréttablaðið/Stefán Þór Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira