Tufa: Verðum með fimm sjónvörp klár á Akureyrarvelli Smári Jökull Jónsson skrifar 12. júlí 2018 21:04 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. visir/stefán „Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
„Ég er mjög ánægður. Að koma hérna á útivöll á móti liði sem ég virði mikið og Óla Stefán vin minn, taka þrjú stig og sýna svona frammistöðu þá verð ég að vera mjög ánægður með mína stráka,“ sagði Srdjan Tufegdzig eftir sætan sigur hans manna í KA gegn Grindvíkingum í kvöld. Sigurinn var sá fyrsti á útivelli hjá KA í sumar og Tufa sagði það sérstaklega sætt. „Þegar þú ert að spila á útivelli þarftu að leggja meira á þig og sýna meiri ástríðu en við höfum verið að gera í síðustu leikjum. Mínir strákar svöruðu þessu í dag og ég er mjög stoltur af þeim.“ „Við erum manni fleiri og mér fannst við vera með yfirhöndina í seinni hálfleik og ég var að bíða eftir sigurmarkinu. Stundum kemur það í lokin og við erum ekkert að kvarta yfir því,“ en sigurmark KA kom á 90.mínútu og var það varamaðurinn Ýmir Már Geirsson sem skoraði það. Í upphafi síðari hálfleiks fór af stað sérstök atburðarás. KA skoraði mark sem dómarar leiksins dæmdu svo af töluvert síðar þegar Grindvíkingar voru að búa sig undir að hefja leik á miðju. Hvað fannst Tufa um það atvik? „Ég held að ég geti ekki útskýrt það. Það eina sem ég veit er að við ætlum að kaupa fimm sjónvörp og hafa þau klár á Akureyrarvelli í næsta leik. Ég fagnaði svo mikið að ég tók ekki eftir að markið var dæmt af. Ég spurði Pétur (Guðmundsson, fjórði dómari leiksins) hvað væri í gangi og hann sagði að þeir hefðu rætt saman en ég hef aldrei upplifað svona lagað á ævinni.“ Félagaskiptaglugginn opnar á næstu dögum og það mátti heyra á Tufa að það væri allt eins líklegt að KA-menn myndu bæta við hópinn. „Við ætlum að sjá til. Það voru áætlanir fyrir mót að bæta við leikmanni en það gerðist ekki. Ég er með góðan hóp, við höfum verið í basli vegna meiðsla og leikbanna. Þeir menn eru að koma til baka og í dag var það bara Hallgrímur Jónasson sem var ekki með. Ef við höldum áfram svona er ég mjög bjartsýnn á framhaldið.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00 Mest lesið Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Fótbolti Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fótbolti Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu Fótbolti „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Fleiri fréttir Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - KA 1-2 | Norðanmenn unnu eftir dramatík suður með sjó KA vann sætan sigur á Grindavík í 10.umferð Pepsi-deildarinnar í kvöld. Sigurmarkið kom á 90.mínútu leiksins en leikurinn var fjörugur og umdeild atvik á báða bóga. 12. júlí 2018 21:00