Ýtti bréferfingjum úr 100 milljóna búi föður síns Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. júlí 2018 16:30 Héraðsdómur Vesturlands hefur aðsetur í Borgarnesi. Vísir/pjetur Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira
Karlmaður mun erfa föður sinn eftir að erfðaskrá hins látna var ógilt með úrskurði Héraðsdóms Vesturlands. Tíu bréferfingjar mannsins fá ekkert úr dánarbúinu en virði eigna þess er rúmar 97 milljónir króna. Hinn látni hafði aldrei gengið í hjónaband og átti engin skilgetin börn. Sonur hans kom í heiminn 1951 og var þá skráður sonur nýs eiginmanns móður sinnar. Blóðfeðgarnir áttu afar takmörkuð samskipti alla tíð. Þegar maðurinn lést árið 2016 höfðaði maðurinn véfengingarmál til að fá staðfest að hann væri sonur hans. Lífsýnarannsókn leiddi það í ljós og var hinn látni skráður faðir hans eftir það. Maðurinn gerði erfðaskrár árin 2002 og 2004 og var deilt um gildi þeirrar síðarnefndu í málinu. Í henni lýsti hann því yfir að hann ætti enga lögerfingja og að eignir hans skyldu ganga til þriggja systra sinna, uppeldissystur og tveggja vina sinna. Meðal annars skyldi fasteign hans ganga til annars vinar hans en sá fékk eignina í fyrirframgreiddan arf árið 2016, nokkrum mánuðum áður en maðurinn lést. Samkvæmt erfðalögum er óheimilt að ráðstafa meira en þriðjungi eigna sinna með erfðaskrá þegar niðjum eða maka er til að dreifa. Sonur mannsins byggði á að erfðaskrá föður hans hefði byggt á misskilningi og að hinn látni hefði ráðstafað eignum sínum á annan veg hefði hann vitað af syni sínum. Bréferfingjarnir töldu á móti að virða ætti vilja hins látna enda hefði hann vitað af syni sínum, sem þá var feðraður öðrum manni, og kosið að ráðstafa eignunum á þennan veg að sér liðnum. Héraðsdómur féllst á röksemdir sonarins og taldi hinn látna hafa verið í villu þegar erfðaskráin var gerð. Hún var því ógilt. Ráðstöfun fasteignarinnar í fyrirframgreiddan arf byggði á skilmálum hinnar ógildu erfðaskrár. Var það niðurstaða dómsins að sú ráðstöfun væri ógild af þeim sökum. Fasteignin var því færð inn í dánarbúið á ný. „Við teljum þetta ranga niðurstöðu og reiknum með að þetta verði kært til Landsréttar,“ segir Pétur Kristinsson, lögmaður sjö bréferfingjanna
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Vonbrigði“ Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Sjá meira