Óvirðing ef ekki lítilsvirðing og „undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. júlí 2018 13:09 Reykjavíkurborg þarf að greiða starfsmanninum 250 þúsund krónur í skaðabætur. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi áminningu fjármálastjóra Ráðhúss Reykjavíkur í starfi. Þá þarf Reykjavíkurborg að greiða honum 250 þúsund krónur í miskabætur. Starfsmaðurinn hafði farið fram á tvær milljónir króna í bætur. Dómurinn var kveðinn upp þann 5. júní en fjármálastjórinn stefndi borginni í apríl í fyrra. Vildi hann að áminning yrði felld úr gildi og honum greiddar skaðabætur. Tilefni áminninganna, sem skrifstofustjóri skrifstofu borgarstjóra og borgarritara veitti honum, voru tvö. Annars vegar var fjármálastjórinn áminntur fyrir brot á hlýðniskyldu vegna viðbragða við beiðni um greinargerð um framkvæmd styrkjareglna. Hins vegar fyrir óvandvirkni í starfi, ófullnægjandi árangur í starfi, framkomu sem samræmdist ekki starfi og óhlýðni við löglegt boð yfirmanns við vinnslu launaáætlunar. Þar átti starfsmaðurinn að sinna kennslu en skristofustjórinn átti í erfiðleikum með að mæta í boðaða kennslustund. Taldi hún starfsmanninn hafa gengið gegn skipunum og haldið fundinn á tíma sem hentaði henni ekki.Ætlast til „skilyrðislausrar hlýðni“ Dómur Héraðsdóms Reykjavíkur er ítarlegur en niðurstaðan er skýr. Fær skrifstofustjórinn skömm í hattinn fyrir framkomu sína. Varðandi fyrrnefnda kennslu sem starfsmaðurinn var beðinn um að sinna segir í dómnum: „Það var ekki heldur þannig að skrifstofustjórinn hefði verið algerlega háð stefnanda um kennslu því hún átti kost á námskeiði sem fjármálaskrifstofa hélt árið 2016 og upprifjunarnámskeiði 17. febrúar 2017 og hefði væntanlega getað, eins og stefnandi, komist inn á námskeið sem fjármálaskrifstofan hélt fyrir aðra hópa. Það var því ekki á neinn hátt hans sök að hún hrökk upp við vondan draum að kvöldi 21. mars og hafði hvorki hafist handa við að vinna áætlunina né kynna sér hvernig ætti að gera það.“ Um þá skilyrðislausu hlýðni sem skrifstofustjórinn „virðist ætlast til af stefnanda verður sagt það eitt að þrátt fyrir stjórnunarrétt annars og hlýðniskyldu hins eru undirmenn ekki dýr í hringleikahúsi yfirmanna sinna. Að mati dómsins er þessi framkoma skrifstofustjórans í það minnsta óvirðing, ef ekki lítilsvirðing við samstarfsmann, sem er auk þess kynslóð eldri en hún og ætti, þó ekki væri nema vegna starfsreynslu sinnar, tilkall til örlítillar virðingar.“ Taldi dómurinn í hvorugu tilfellinu uppfyllt skilyrði um áminningu og var hún felld úr gildi. Krafan um tvær milljónir króna í skaðabætur þótti þó alltof há þegar litið væri til þeirra fjárhæða sem séu greiddar vegna margfalt alvarlegri miska. Þótti hæfilegt að bæta miskann með 250 þúsund krónum auk þess sem borgin þarf að greiða málskostnað upp á 1250 þúsund krónur.Dóminn í heild má lesa hér.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Innlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?