Aftöku Doziers frestað vegna lögbannskröfu Alvogen Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. júlí 2018 00:17 Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar í Nevada staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag. vísir/ap Aftöku Scotts Raymonds Dozier hefur verið frestað um nokkra mánuði vegna lögbannskröfu íslenska lyfjafyrirtækisins Alvogen sem dómarar í Nevada-ríki staðfestu í dag. Fyrirtækið höfðaði mál gegn fangelsisyfirvöldum í Nevada sem höfðu í hyggju að nota Midazolam, róandi lyf sem Alvogen framleiðir, í lyfjablöndu fyrir aftöku Doziers. Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar í Nevada staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag.Dozier ásamst verjanda sínum.Vísir/APHalldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Alvogen, fagnar niðurstöðunni enda kæri hann sig ekki um að verið sé að nota lyfið í slíkum tilgangi. Hann segir að þrátt fyrir að aftöku Doziers hafi verið slegið á frest breyti ákvörðun dómstólsins þó litlu fyrir Dozier sem eigi ennþá aftökunina yfir höfði sér. Dozier var dæmdur til dauða árið 2007 fyrir að drepa og limlesta 22 ára gamlan mann í Las Vegas. Halldór segir að fyrirtækjamenning Alvogen og öll þróun og markaðssetning lyfja fyrirtækisins snúist einkum um það að auka lífsgæði fólks. „Þetta var eðlileg niðurstaða í málinu enda með öllu óásættanlegt að yfirvöld komist yfir lyf fyrirtækisins án okkar samþykkis og fyrirhugi að nota það með þessum hætti,“ segir Halldór sem bætir við að fyrirtækið muni áfram beita sér fyrir því að lyf þeirra verði ekki undir neinum kringumstæðum seld til fangelsismálayfirvalda í Bandaríkjunum og notuð í þessum tilgangi.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal sem fréttakona hjá fjölmiðlafyrirtækinu Vice tók við Dozier miðvikudaginn 11. júní. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Sjá meira
Aftöku Scotts Raymonds Dozier hefur verið frestað um nokkra mánuði vegna lögbannskröfu íslenska lyfjafyrirtækisins Alvogen sem dómarar í Nevada-ríki staðfestu í dag. Fyrirtækið höfðaði mál gegn fangelsisyfirvöldum í Nevada sem höfðu í hyggju að nota Midazolam, róandi lyf sem Alvogen framleiðir, í lyfjablöndu fyrir aftöku Doziers. Alvogen byggði lögbannskröfu sína á því að fangelsisyfirvöld hefðu komist yfir lyfið með ólöglegum hætti og þá hefðu þau heldur ekki tilgreint í hvaða tilgangi þau hyggðust nota lyfið. Dómstólar í Nevada staðfestu lögbannið klukkan 4 að íslenskum tíma í dag.Dozier ásamst verjanda sínum.Vísir/APHalldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri Alvogen, fagnar niðurstöðunni enda kæri hann sig ekki um að verið sé að nota lyfið í slíkum tilgangi. Hann segir að þrátt fyrir að aftöku Doziers hafi verið slegið á frest breyti ákvörðun dómstólsins þó litlu fyrir Dozier sem eigi ennþá aftökunina yfir höfði sér. Dozier var dæmdur til dauða árið 2007 fyrir að drepa og limlesta 22 ára gamlan mann í Las Vegas. Halldór segir að fyrirtækjamenning Alvogen og öll þróun og markaðssetning lyfja fyrirtækisins snúist einkum um það að auka lífsgæði fólks. „Þetta var eðlileg niðurstaða í málinu enda með öllu óásættanlegt að yfirvöld komist yfir lyf fyrirtækisins án okkar samþykkis og fyrirhugi að nota það með þessum hætti,“ segir Halldór sem bætir við að fyrirtækið muni áfram beita sér fyrir því að lyf þeirra verði ekki undir neinum kringumstæðum seld til fangelsismálayfirvalda í Bandaríkjunum og notuð í þessum tilgangi.Í myndspilaranum hér að neðan er hægt að horfa á viðtal sem fréttakona hjá fjölmiðlafyrirtækinu Vice tók við Dozier miðvikudaginn 11. júní.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Fleiri fréttir Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Sjá meira