Hilmar Árni með þremur mörkum fleira en Andri Rúnar á sama tíma í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. júlí 2018 12:30 Hilmar Árni Halldórsson fagnar einu af þrettán mörkum sínum í sumar. vísir/bára Enginn þeirra sem eiga markametið í efstu deild karla í fótbolta voru búnir að skora meira en Hilmar Árni Halldórsson eftir tólf spilaða leiki og þrír af þeim skoruðu færri mörk í fyrstu tólf leikjum sínum. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur skorað 13 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum í Pepsi-deild karla og vantar því „bara“ sex mörk til viðbótar til að jafna markametið. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í fyrra þegar hann skoraði 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík. Þá hafði enginn skorað svona mörk í 20 ár eða síðan að Tryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997. Hilmar Árni er búinn að skora þremur mörkum meira í sumar en Andri Rúnar var búinn að skora á sama tíma í fyrra. Það er því ekkert skrýtið að menn fari að velta fyrir sér möguleikum Hilmars á að bæta eða slá metið. Hilmar Árni var á undan öllum fimm í tíu mörkin og hann skoraði einnig meira en þeir í fyrstu sex leikjunum. Hilmar Árni er nú með 13 mörk í fyrstu 12 leikjunum eða jafnmörg mörk og þeir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason gerðu þegar þeir settu (Pétur 1978) og jöfnuðu (Guðmundur 1986) markametið. Málið er bara að Hilmar Árni á eftir mögulega að spila tíu leiki en Pétur átti þá „bara“ fimm leiki eftir og Guðmundur sex. Hilmar Árni er aftur á móti á undan þeim Þórði Guðjónssyni (11 mörk) og Andra Rúnari Bjarnasyni (10 mörk) og þá er hann langt á undan Tryggva Guðmundssyni sem skoraði „bara“ 8 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum sumarið 1997. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á markaskori Hilmars Árna og markametshafanna fimm eftir sex, níu og tólf leiki.Samanburður á Hilmari Árna og markametsmönnunum fjórum:... Eftir 12 spilaða leiki Pétur Pétursson, 1978 - 13 mörk Guðmundur Torfason, 1986 - 13 mörkHilmar Árni Halldórsson, 2018 - 13 mörk Þórður Guðjónsson, 1993 - 11 mörk Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 10 mörk Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 8 mörk... Eftir 9 spilaða leikiHilmar Árni Halldórsson, 2018 - 10 mörk Guðmundur Torfason, 1986 - 9 mörk Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 9 mörk Pétur Pétursson, 1978 - 7 mörk Þórður Guðjónsson, 1993 - 6 mörk Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 6 mörk... Eftir 6 spilaða leikiHilmar Árni Halldórsson, 2018 - 7 mörk Guðmundur Torfason, 1986 - 6 mörk Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 6 mörk Þórður Guðjónsson, 1993 - 5 mörk Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 5 mörk Pétur Pétursson, 1978 - 4 mörk Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
Enginn þeirra sem eiga markametið í efstu deild karla í fótbolta voru búnir að skora meira en Hilmar Árni Halldórsson eftir tólf spilaða leiki og þrír af þeim skoruðu færri mörk í fyrstu tólf leikjum sínum. Stjörnumaðurinn Hilmar Árni Halldórsson hefur skorað 13 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum í Pepsi-deild karla og vantar því „bara“ sex mörk til viðbótar til að jafna markametið. Andri Rúnar Bjarnason jafnaði markametið í fyrra þegar hann skoraði 19 mörk í 22 leikjum með Grindavík. Þá hafði enginn skorað svona mörk í 20 ár eða síðan að Tryggvi Guðmundsson skoraði 19 mörk fyrir ÍBV sumarið 1997. Hilmar Árni er búinn að skora þremur mörkum meira í sumar en Andri Rúnar var búinn að skora á sama tíma í fyrra. Það er því ekkert skrýtið að menn fari að velta fyrir sér möguleikum Hilmars á að bæta eða slá metið. Hilmar Árni var á undan öllum fimm í tíu mörkin og hann skoraði einnig meira en þeir í fyrstu sex leikjunum. Hilmar Árni er nú með 13 mörk í fyrstu 12 leikjunum eða jafnmörg mörk og þeir Pétur Pétursson og Guðmundur Torfason gerðu þegar þeir settu (Pétur 1978) og jöfnuðu (Guðmundur 1986) markametið. Málið er bara að Hilmar Árni á eftir mögulega að spila tíu leiki en Pétur átti þá „bara“ fimm leiki eftir og Guðmundur sex. Hilmar Árni er aftur á móti á undan þeim Þórði Guðjónssyni (11 mörk) og Andra Rúnari Bjarnasyni (10 mörk) og þá er hann langt á undan Tryggva Guðmundssyni sem skoraði „bara“ 8 mörk í fyrstu 12 leikjum sínum sumarið 1997. Hér fyrir neðan má sjá samanburð á markaskori Hilmars Árna og markametshafanna fimm eftir sex, níu og tólf leiki.Samanburður á Hilmari Árna og markametsmönnunum fjórum:... Eftir 12 spilaða leiki Pétur Pétursson, 1978 - 13 mörk Guðmundur Torfason, 1986 - 13 mörkHilmar Árni Halldórsson, 2018 - 13 mörk Þórður Guðjónsson, 1993 - 11 mörk Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 10 mörk Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 8 mörk... Eftir 9 spilaða leikiHilmar Árni Halldórsson, 2018 - 10 mörk Guðmundur Torfason, 1986 - 9 mörk Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 9 mörk Pétur Pétursson, 1978 - 7 mörk Þórður Guðjónsson, 1993 - 6 mörk Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 6 mörk... Eftir 6 spilaða leikiHilmar Árni Halldórsson, 2018 - 7 mörk Guðmundur Torfason, 1986 - 6 mörk Andri Rúnar Bjarnason, 2017 - 6 mörk Þórður Guðjónsson, 1993 - 5 mörk Tryggvi Guðmundsson, 1997 - 5 mörk Pétur Pétursson, 1978 - 4 mörk
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira