Samheldni Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. júlí 2018 10:00 Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson NATO Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Sama hver niðurstaðan verður af leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins sem hefst í Brussel í dag er ljóst að hún verður söguleg. Fari svo að leiðtogar NATO-ríkjanna takist í hendur að fundarhöldum loknum og lýsi því yfir að bandalagið hafi aldrei staðið styrkari fótum, að samheldni aðildarríkjanna hafi aldrei verið meiri, þá verður það óvænt, en ólíklegt, fagnaðarefni. Mun líklegra er að óreiða muni einkenna viðræðurnar. Ástæðan fyrir því eru auðvitað markvissar og ítrekaðar tilraunir Donalds Trump Bandaríkjaforseta til að grafa undan hinu víðtæka, fjölþjóðlega samstarfi sem hefur frá lokum seinni heimsstyrjaldar stuðlað að einhverri mestu velsæld í mannkynssögunni. Bandaríkin, í krafti sínum sem mesta efnahags- og hernaðarveldi veraldar, hefur um áratuga skeið myndað hryggjarstykkið í Atlantshafsbandalaginu. Þau greiða fyrir um 70 prósent af heildarútgjöldum NATO. Flestir taka undir að öðrum aðildarríkjum beri að auka hernaðarleg útgjöld sín til að koma til móts við Bandaríkjamenn. Slíkt hefur margoft verið til umræðu á vettvangi bandalagsins. Í þau skipti hafa forverar Trumps falið ráðgjöfum sínum og embættismönnum að sjá um útgjaldamálin. Núna, hins vegar, er staðan önnur. Bandaríkjaforseti mætir til fundarhalda í Brussel með það yfirlýsta markmið að ræða hernaðarleg útgjöld ríkjanna. Heima fyrir hefur Trump verið skýr í afstöðu sinni: „Þið verðið að fara að borga reikningana ykkar. Bandaríkin munu ekki sjá um allt fyrir ykkur.“ Nei, í stað áframhaldandi samheldni verður niðurstaðan af leiðtogafundinum í Brussel mun frekar í anda G7-fundarins; óreiða og tregða. Ekkert hernaðarbandalag í sögunni státar af jafn góðum árangri og NATO, þó svo að sambandið hafi oft, og jafnvel ítrekað, misstigið sig. Þrátt fyrir tæplega 70 ár af tiltölulega farsælu samstarfi ríkjanna byggir það í raun á nokkuð einföldum grundvelli – grunni sem í dag virðist vera ansi brothættur – sem er vilji Bandaríkjanna til að skerast í leikinn og koma bandamönnum sínum til hjálpar þegar þörf krefst. Vonast er til að aðildarríkin samþykki í Brussel að stórefla viðbúnað vegna tilrauna Rússlands til að grafa undan vestrænni samvinnu og aukinna umsvifa landsins í Austur-Evrópu. Ekki er hægt að segja að fyrri verk Vladímírs Pútín gefi ástæðu til bjartsýni á að NATO Trumps, sem ítrekað hefur látið í ljós aðdáun sína í garð einræðisherra á borð við Kim jong-un og Pútín, geti beitt sér af fullu afli í þessu verkefni. Í dag eru lýðræðisleg gildi víða fótum troðin, og gagnvart þessari ógn er samheldni og traust þeirra ríkja sem berjast fyrir mannréttindum, hagsæld og lýðræði lykilatriði. Það er óskandi að fulltrúar Íslands á leiðtogafundinum í Brussel leggi sitt af mörkum, svo tekið verði eftir, til að viðhalda farsælu samstarfi NATO-ríkjanna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun