Knattspyrnan oft haft áhrif á afmælisfögnuð Jóhann Óli Eiðsson skrifar 30. júlí 2018 15:15 Skúli Jón Friðgeirsson segir kærustu sína, Jennifer Berg, þurfa að sjá um afmæliskökuna fyrir liðsfélagana í KR. Fréttablaðið/Þórsteinn Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Varnarmaðurinn Skúli Jón Friðgeirsson er þrítugur í dag. Hann heldur upp á afmælið inni vellinum þegar KR mætir Grindavík. Að stórafmælið hitti á leikdag hefur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Skúli Jón vonar að gleðin verði með KR í liði. „Við eigum leik heima þarna um kvöldið svo það verður ekki gert mikið á sjálfan afmælisdaginn. Mögulega verður eitthvað gert um kvöldið ef leikurinn fer eins og hann á að fara,“ segir Skúli Jón. Lið Skúla, Knattspyrnufélag Reykjavíkur, tekur í kvöld á móti Grindavík í Frostaskjóli í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Fyrir leik eru liðin jöfn með tuttugu stig í fjórða og fimmta sæti en fimm stig eru í Stjörnuna og Breiðablik í öðru og þriðja sæti. Sú staðreynd að stórafmælið hitti á leikdag hefur nokkur áhrif á það hvað hægt er að gera í tilefni dagsins. Í gær var Skúli með boð fyrir sína nánustu en óvíst er hvenær haldið verður upp á afmælið með pompi og prakt. Rútínan á leikdag mun haldast sú sama og því fátt planað á afmælisdaginn sjálfan sem ekki tengist undirbúningi fyrir leikinn. „Það hefur oft verið þannig að ég hef ekki getað haldið upp á daginn. Annars vegar hittir þetta oft á leik, eða mjög nálægt leikjum, og hins vegar út af verslunarmannahelginni. Oft voru leikir á mánudag eða þriðjudag og þá gat maður ekki farið úr bænum. Allir aðrir, bæði vinir og fjölskylda, höfðu hins vegar stungið af út á land. Þannig maður var oft nánast einn eftir hérna,“ segir Skúli og hlær. Tilfinningin sem fylgir því að verða þrítugur segir Skúli að sé ágæt. Sennilega muni fátt breytast við nýjan áratug en það fylgi því alltaf smá fiðringur að fá nýja tölu. „Ég held að síðast hafi verið haldið upp á afmælið fyrir fimm árum. Þá átti ég leik snemma um daginn og kærastan mín var búin að skipuleggja óvænta afmælisveislu um kvöldið,“ segir Skúli. Hjá KR er sú hefð að þegar leikmaður á afmæli þarf hann að bjóða liðsfélögunum upp á köku. Sá bakstur lendir sennilega á kærustu Skúla, hinni sænsku Jennifer Berg, en að sögn varnarmannsins er hún mikill matgæðingur og unir sér einna best við að elda góðan mat. Þau kynntust þegar Skúli var atvinnumaður með Elfsborg í Svíþjóð. „Það verður ekki aukapressa á liðsfélagana að vinna leikinn í kvöld svo ég geti fengið það í afmælisgjöf. Það verður vonandi bara meiri gleði hjá okkur og oft þegar gleðin er með manni í liði þá smitar það út frá sér og hlutirnir fara vel. Við stefnum á það á í kvöld,“ segir Skúli.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira