Rafbílafyrirtækið Tesla kom viðskiptavinum sínum á óvart í gær þegar það setti brimbretti merkt fyrirtækinu til sölu á vefsíðu sinni.
Brimbrettin voru framleidd í takmörkuðu upplagi og seldust upp á vefsíðu Tesla nánast samstundis. Brettin komu bæði í rauðu og svörtu. Þau kostuðu 1500 bandaríkjadali, sem samsvarar um það bil 158.000 íslenskum krónum.
Brettin eru sérhönnuð til þess að passa vel inn í eða utan á rafmagnsbíla fyrirtækisins.
Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið áberandi í heimsfréttum síðastliðnar vikur vegna þáttöku sinni í björgunaðgerðum í Tælandi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirtæki Musks framleiða óhefðbundnar vörur en fyrirtæki hans, The Boring Company, framleiddi eldvörpur á dögunum sem seldust einnig upp.
