Rafbílafyrirtækið Tesla kom viðskiptavinum sínum á óvart í gær þegar það setti brimbretti merkt fyrirtækinu til sölu á vefsíðu sinni.
Brimbrettin voru framleidd í takmörkuðu upplagi og seldust upp á vefsíðu Tesla nánast samstundis. Brettin komu bæði í rauðu og svörtu. Þau kostuðu 1500 bandaríkjadali, sem samsvarar um það bil 158.000 íslenskum krónum.
Brettin eru sérhönnuð til þess að passa vel inn í eða utan á rafmagnsbíla fyrirtækisins.
Elon Musk, eigandi Tesla, hefur verið áberandi í heimsfréttum síðastliðnar vikur vegna þáttöku sinni í björgunaðgerðum í Tælandi.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem fyrirtæki Musks framleiða óhefðbundnar vörur en fyrirtæki hans, The Boring Company, framleiddi eldvörpur á dögunum sem seldust einnig upp.
Tesla framleiðir brimbretti

Tengdar fréttir

Sérútbúið hylki á leið frá Elon Musk til Taílands
Elon Musk, eigandi SpaceX og Tesla, hefur sent lítinn kafbát til Taílands sem mögulegt er að verði notaðir í björgunaraðgerðum vegna þeirra níu sem eftir sitja í hellinum í Chiang Rai. CNN greinir frá.

Deila Musk vegna prumpandi einhyrnings leyst
Elon Musk og leirgerðarmaðurinn Tom Edwards hafa komist að samkomulagi vegna deilu þeirra um mynd af prumpandi einhyrningi.

Elon Musk styrkti samtök íhaldssamra Repúblikana sem afneita loftslagsvísindum
Milljarðamæringurinn Elon Musk var einn þeirra sem gaf hvað mest fé til íhaldssamra samtaka bandarískra repúblikana sem kallast Protect the House. Hann er margsaga um ástæðurnar og samhengið.