Íslensk ofurtölva nýtt í meðferð á heilablóðfalli Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:15 Hátæknifyrirtækið Advania Data Centers rekur ofurtölvuþjónustu sem meðal annars er nýtt í tilraunir á sviði læknavísinda. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK „Við höfum verið að byggja þessa ofurtölvuþjónustu upp síðastliðin þrjú ár og verið í samstarfi við Hewlett Packard Enterprise og Intel. Frá svona miðju síðasta ári höfum við verið að sjá uppskeruna af þessum fjárfestingum,“ segir Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Advania Data Centers. Fyrirtækið rekur gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Gísli segir þá tækni sem ofurtölvuþjónusta bjóði upp á sífellt vera að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum. Meðal annars hefur þessi tækni verið notuð í lækna- og heilbrigðisvísindum. „Við tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni með hollensku fyrirtæki sem snýr að greiningu og ákvörðunum um meðferð við heilablóðfalli. Með því að nýta gervigreind og svokallaða blockchain tækni verður hægt að gera allt ferlið margfalt betra.“ Þannig sé markmiðið að stytta þann tíma sem líður frá því að sneiðmynd er tekin af sjúklingi þangað til greining og tillögur að réttri meðferð liggja fyrir úr nokkrum klukkustundum í innan við þrjár mínútur. „Ferlið þangað til ákvörðun er tekin um meðferð er gríðarlega mikilvægt. Því lengri tími sem líður, þeim mun meiri verður skaðinn. Með nýju tækninni verður hægt að sjá strax með nokkuð mikilli vissu hversu mikilvægt er að aðgerð verði gerð strax.“ Gísli segir þetta verkefni hafa hlotið mikla athygli enda fái einn af hverjum sex karlmönnum og ein af hverjum fimm konum í heiminum heilablóðfall einhvern tímann á ævinni. „Möguleikar ofurtölva eru nánast óþrjótandi. Við eigum í framtíðinni eftir að nota fleiri tæki sem reiða sig á ofurtölvu í bakendaþjónustu. Það geta augljóslega ekki allir átt ofurtölvu heldur verður hægt að notast við tæknina við ákveðna þjónustu.“ Gísli segist nýlega hafa horft á kvikmyndina Big Hero 6 með syni sínum en þar kemur við sögu vélmenni sem býr yfir lækningamætti. „Ég fór að hugsa um að við erum farin að sjá lítil skref í átt að svona framtíð sem hingað til hefur frekar átt heima í vísindaskáldskap.“ Ofurtölvurnar hafa verið notaðar í fleiri verkefnum á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna verkefni þar sem líkt er eftir mannshjarta og það notað við lyfjaprófanir. „Svo höfum við á þessu ári tekið þátt í verkefni með indverskri taugarannsóknarmiðstöð. Þar er líkt eftir heila í geðklofaástandi og miðar tilraunin að því að finna betri meðferð sem myndi ekki krefjast inngrips eins og skurðaðgerðar.“ Advania hefur á síðustu tíu árum verið að þróa gagnaverstækni. „Þarna er mjög orkuþéttur búnaður sem þýðir að það er mjög mikill orkufrekur búnaður á sama stað. Það eru ákveðin tækifæri fyrir Ísland vegna staðsetningar landsins. Við höfum köld sumur, frekar jafnan hita og gott rakastig. Búnaður sem er hýstur hjá okkur er þannig ódýrari í rekstri.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
„Við höfum verið að byggja þessa ofurtölvuþjónustu upp síðastliðin þrjú ár og verið í samstarfi við Hewlett Packard Enterprise og Intel. Frá svona miðju síðasta ári höfum við verið að sjá uppskeruna af þessum fjárfestingum,“ segir Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Advania Data Centers. Fyrirtækið rekur gagnaver í Hafnarfirði og Reykjanesbæ. Gísli segir þá tækni sem ofurtölvuþjónusta bjóði upp á sífellt vera að ryðja sér til rúms á fleiri sviðum. Meðal annars hefur þessi tækni verið notuð í lækna- og heilbrigðisvísindum. „Við tökum nú þátt í mjög spennandi verkefni með hollensku fyrirtæki sem snýr að greiningu og ákvörðunum um meðferð við heilablóðfalli. Með því að nýta gervigreind og svokallaða blockchain tækni verður hægt að gera allt ferlið margfalt betra.“ Þannig sé markmiðið að stytta þann tíma sem líður frá því að sneiðmynd er tekin af sjúklingi þangað til greining og tillögur að réttri meðferð liggja fyrir úr nokkrum klukkustundum í innan við þrjár mínútur. „Ferlið þangað til ákvörðun er tekin um meðferð er gríðarlega mikilvægt. Því lengri tími sem líður, þeim mun meiri verður skaðinn. Með nýju tækninni verður hægt að sjá strax með nokkuð mikilli vissu hversu mikilvægt er að aðgerð verði gerð strax.“ Gísli segir þetta verkefni hafa hlotið mikla athygli enda fái einn af hverjum sex karlmönnum og ein af hverjum fimm konum í heiminum heilablóðfall einhvern tímann á ævinni. „Möguleikar ofurtölva eru nánast óþrjótandi. Við eigum í framtíðinni eftir að nota fleiri tæki sem reiða sig á ofurtölvu í bakendaþjónustu. Það geta augljóslega ekki allir átt ofurtölvu heldur verður hægt að notast við tæknina við ákveðna þjónustu.“ Gísli segist nýlega hafa horft á kvikmyndina Big Hero 6 með syni sínum en þar kemur við sögu vélmenni sem býr yfir lækningamætti. „Ég fór að hugsa um að við erum farin að sjá lítil skref í átt að svona framtíð sem hingað til hefur frekar átt heima í vísindaskáldskap.“ Ofurtölvurnar hafa verið notaðar í fleiri verkefnum á sviði heilbrigðisvísinda. Má þar nefna verkefni þar sem líkt er eftir mannshjarta og það notað við lyfjaprófanir. „Svo höfum við á þessu ári tekið þátt í verkefni með indverskri taugarannsóknarmiðstöð. Þar er líkt eftir heila í geðklofaástandi og miðar tilraunin að því að finna betri meðferð sem myndi ekki krefjast inngrips eins og skurðaðgerðar.“ Advania hefur á síðustu tíu árum verið að þróa gagnaverstækni. „Þarna er mjög orkuþéttur búnaður sem þýðir að það er mjög mikill orkufrekur búnaður á sama stað. Það eru ákveðin tækifæri fyrir Ísland vegna staðsetningar landsins. Við höfum köld sumur, frekar jafnan hita og gott rakastig. Búnaður sem er hýstur hjá okkur er þannig ódýrari í rekstri.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Kjóstu rétt á Vísi Innlent Fleiri fréttir „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent