„Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. júlí 2018 19:00 Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann. Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Eldfjallasérfræðingur segir að það kæmi ekki á óvart ef eldgos hæfist í haust eða vetur í einni af þeim eldstöðvunum sem sýnt hafa merki um kviku hreyfingar. Sérfræðingar íhuga að hækka viðbúnaðarstig vegna Öræfajökuls upp í gult. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands funduðu í gær vegna þenslunnar í Öræfajökli. Þó jökullinn sýni ekki merki um gosóróa hafa margir jarðskjálftar orðið og þónokkrir þeirra snarpir. Rætt var á fundinum að hækka viðbúnaðarstig jökulsins upp í gult sem þýðir að virkni sé umfram meðallag en Páll Einarsson, jarðfræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag virknina óvenjulega miðað við sögu eldstöðvarinnar. Undir þetta tekur Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur hjá Háskóla Íslands sem hefur rannsakað jökulinn og hreyfingarnar í honum.Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingurVísir/Einar„Þetta er þannig fjall að það er eins gott að menn séu meðvitaðir að það sé farið að hreyfa sig,“ segir Ármann Höskuldsson, eldfjallasérfræðingur. Öræfajökull er utan gosbeltisins og ekki á skjálftasvæði og hafa rannsóknagögn vísindamanna sýnt að eina orsökin fyrir hreyfingum sér kviku hreyfing undir honum sem meðal annars hefur aflagað fjallið. „Einhver kvika er á ferðinni og það gefur ástæðu til þess að hafa varan á,“ segir Ármann. Sérfræðingar ítreka það að ef viðbúnaðarstig yrði hækkað yfir það einungis varúðarráðstöfun. Ármann segir að ekki sé komin ástæða til þess að takmarka ferðir á jökulinn, til að mynda Hvannadalshnúk þar sem ein þekktasta gönguleið landsins er. Telja vísindamenn að hægt sé að segja til um um gos í Öræfajökli með góður fyrirvara? „Við vonum það allavega, við vonum það. Náttúran er nú duttlungafull, það er ekki alltaf sem það gengur en auðvitað vonum við það,“ segir Ármann. Að minnsta kosti þrjár aðrar eldstöðvar hafa sýnt merki um að tími sé kominn á eldsumbrot en það eru Bárðarbunga, Grímsvötn og Katla. „Askja er búin að vera hrista sig mikið og það yrði ekkert skrítið ef það kæmi einhver smá spýja þar. Nú Mýrdalsjökull er kominn er kominn á tíma,“ segir Ármann. Og þá hafa verið töluverðar jarðskjálftahreyfingar á Reykjaneshryggnum. „Það eru gos á Íslandi á svona tveggja og hálfs til fimm ára fresti og við erum að koma í tímann. Það væri ekkert skrýtið ef það gerist eitthvað í vetur eða með haustinu,“ segir Ármann.
Tengdar fréttir Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29 Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Skortir lækna í Breiðholti Innlent „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Erlent Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Erlent Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Erlent Vilja ekki feita innflytjendur Erlent Fleiri fréttir Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Tapaði aftur gegn borginni eftir afdrifaríka rennibrautarferð Sakborningur enn að störfum og atvikið ekki tilkynnt Brotið á Stuðlum ekki tilkynnt og foreldrar taka mál í eigin hendur Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Sjá meira
Virkni Öræfajökuls óvenjuleg miðað við sögu eldstöðvarinnar Segir eldstöðina vera að skipta um skap. 27. júlí 2018 13:29
Til skoðunar að hækka viðbúnaðarstig við Öræfajökul upp í gult Ekkert lát virðist vera á virkni í Öræfajökli, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, jarðeðlisfræðings. 26. júlí 2018 23:30