Landinn aldrei leitað meira að góða veðrinu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 27. júlí 2018 07:00 Þær hafa sést nokkrar regnhlífarnar í Reykjavík í sumar. Fréttablaðið/Stefán Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum tengdum veðri, veðurspám og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends-hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögulegu samhengi. „Allavega hérna á Suður- og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svolítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951.Sjá einnig: Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenjuleg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjórtán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálfskýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum. Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Íslendingar hafa aldrei leitað meira að leitarorðum tengdum veðri, veðurspám og að norsku veðurfréttasíðunni yr.no á Google. Eða alltént ekki frá því að mælingar hófust. Þetta má sjá á Trends-hluta leitarvélarinnar vinsælu. Fólk á Suðurlandi og Norðvesturlandi virðist duglegast við leitirnar. Þessi mikli áhugi Íslendinga á veðrinu í sumar kemur kannski ekki á óvart, enda margir orðnir langþreyttir á því að bíða eftir sumrinu. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir í samtali við Fréttablaðið að um sé að ræða slæmt sumar í sögulegu samhengi. „Allavega hérna á Suður- og Vesturlandi. Það hefur verið talað um slæmt sumar. Verið sólarlítið og úrkomumikið á köflum og voðalega fáir hlýir dagar,“ segir hann. Sumarið segir Trausti að sé svolítil viðbrigði, sér í lagi fyrir þá sem yngri eru. „Af því það hafa ekki verið mörg svona sumur á seinni árum. En fyrir okkur sem erum orðin svona gömul þá er þetta eins og sumar frá manndómsárunum. Maður var eiginlega farinn að sakna þeirra, allavega í mínu tilviki, og farinn að halda að maður fengi bara ekkert að upplifa svona aftur,“ segir Trausti en hann er fæddur árið 1951.Sjá einnig: Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Trausti birti á bloggi sínu í gær umfjöllun um sumarið í tilefni þess að fjórtán vikur væru nú af því liðnar. Sagði þar að þótt hlýindin á Austfjörðum yrðu að teljast óvenjuleg hafi verið svalt í höfuðborginni. Meðalhitinn þar á þessum fyrstu fjórtán vikum hafi aðeins verið 7,7 stig. Álíka kalt hafi verið 2015 en svo þurfi að fara allt aftur til 1993 til að finna svo lágan meðalhita á sama tíma. Úrkoman hafi svo verið enn meiri en kuldinn í höfuðborginni. Að því er kemur fram í færslunni mældust rúmlega 300 mm á þessum fjórtán vikum og hefur rigning aldrei mælst meiri á sama tíma. Næst á eftir koma svo þessar sömu fjórtán vikur árin 2014 og 1887 og mældist úrkoma þá 250 mm. Samkvæmt Veðurstofunni má búast við ágætisveðri á höfuðborgarsvæðinu í dag. Úrkomulaust, allt að sextán gráður og sól eða hálfskýjað. Víðast hvar annars staðar er álíka sögu að segja. Hlýjast verður á Austfjörðum, hæst tuttugu gráður, en svalast við Ísafjarðardjúp, allt niður að sjö gráðum.
Birtist í Fréttablaðinu Veður Tengdar fréttir Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Tíðarfarið í sumar: Mesta úrkoma sem mælst hefur í Reykjavík og fæstu sólskinsstundirnar Mælst hafa rúmlega 300 millimetrar af úrkomu í Reykjavík þær fjórtán vikur sem liðnar eru frá sumardeginum fyrsta. 26. júlí 2018 08:53