Rétthugsun, þöggun og píslarvottar Þórlindur Kjartansson skrifar 27. júlí 2018 07:00 Það er vesen að reyna að hugsa sjálfstætt. Bæði getur það tekið tíma og verið erfitt. Sum málefni eru svo flókin viðureignar að fólk helgar alla starfsævina leit að skilningi; jafnvel án árangurs. Önnur málefni eru svo óskýr að það er sama hversu lengi fólk veltir sér upp úr þeim, engin ein lausn finnst þannig að jafnvel mestu sérfræðingar geta verið heiftarlega ósammála. Og sum málefni eru erfið vegna þess að þau eru viðkvæm. Þó er sjálfstæð hugsun það dýrmætasta í veröldinni. Án hennar væru allar framfarir ómögulegar. Þetta gildir á öllum sviðum mannlegrar hugsunar. Það eru hinir sjálfstæðu og óhræddu hugsuðir sem fleyta þekkingunni áfram, stundum gegn háværum mótmælum eða jafnvel ógnunum. Öll helstu trúarbrögð mannsins grundvallast á kenningum róttækra hugsuða sem buðu ríkjandi samfélagsskipulagi byrginn. Allar framfarir í vísindum byggjast á því að efast um viðtekin sannindi og leita nýrra, og brautryðjendur listasögunnar létu sér heldur ekki nægja að starfa innan þess ramma sem hefðir og venjur höfðu markað þeim. Marteinn Lúther, Galíleó og Frída Kahló voru sannarlega ekki að bíða eftir leyfi til þess að feta sínar slóðir.Erfitt að hugsa En vegna þess hversu erfitt það er að móta raunverulega sjálfstæðar skoðanir á hlutum þá styttum við okkur öll alls konar leiðir. Við veljum að trúa alls konar hlutum í stað þess að vita þá. Fæstir þeirra sem hafa miklar áhyggjur af hnattrænni hlýnun hafa til að mynda raunverulega komist að sjálfstæðri og upplýstri niðurstöðu um málið heldur trúa þeir betur þeim mikla meirihluta vísindamanna sem varar við hlýnuninni heldur en minnihlutanum sem efast. Þetta er vitaskuld algjörlega nauðsynlegt, því enginn maður hefur tíma eða getu til þess að móta sér fullkomna skoðun eða komast að hinum endanlega sannleika í öllum mögulegum málum. Við veljum því að trúa alls konar hlutum sem okkur þykir sennilegt að séu sannir, án þess að hafa tækifæri til þess að sannreyna þá fyrir víst. Það sem hins vegar er áhugavert er að fólki hættir til þess að verða miklu ákafara og heitara í að verja skoðanir sem það trúir á heldur en hluti sem það veit fyrir víst að eru sannir. Af því leiðir að mörg af flóknustu viðfangsefnum samtímans snúast alls ekki um neins konar þekkingarleit eða sannleiksást—heldur einfaldlega um það að vera í réttu liði og umfram allt að þeir sem eru ósammála séu í vitlausu (og heimsku) liði. Trúarheift Trúarheiftin sem heltekur ýmiss konar málefni er örugg leið til þess að eyðileggja alla framþróun og uppbyggileg skoðanaskipti. Og þar sem hópar sem trúa gagnstæðum hlutum eru ófáanlegir til þess að hlusta á hinn þá leiðir það sjálfkrafa af ástandinu að langþægilegast er að fara einfaldlega fram á að þaggað sé niður í þeim sem eru ósammála. Slíkir þöggunartilburðir geta haft í för með sér tímabundna sælu heittrúarfólks þegar andstæðingnum er einfaldlega sópað burt af sviðinu; en það er hætt við að sú sæla verði skammvinn. Þannig er það til dæmis með þá sem halda uppi óvinsælum (og oft heimskulegum og særandi) skoðunum að andstæðingar þeirra vilja hreinlega banna málflutninginn. Þá er sagt að orðin sjálf séu svo særandi að það megi jafna þeim við líkamlegt ofbeldi, eða eitthvað álíka. Gallinn við þessa aðferð er vitaskuld sú að alls konar hálfvitar sem búið er að þagga niður í ganga um með þær ranghugmyndir í kollinum að þeir séu réttmætir arftakar Sókratesar, Galíleós og Frídu Kahló—jafnvel sjálfs Krists eða Búddha (síður Múhameðs spámanns)—og að „pólitíski rétttrúnaðurinn“ sem þaggar niður í þeim sé einhvers konar sönnun þess að þeir séu ekki talsmenn fávisku og fordóma; heldur boðberar forboðins sannleika. Best líður þeim auðvitað þegar þeir eru gerðir að einhvers konar píslarvottum. Vatnsglasstormur Skoðana- og tjáningarfrelsi er nefnilega algjör undirstaða fyrir það samfélag mannréttinda og framfara sem fært hefur okkur þau ótrúlegu lífsgæði sem við búum við. Og það er mikilvægt að skilningur á þessu sé ekki mengaður af þvælu—bæði hægri og vinstri—um annars vegar að sumar skoðanir beri að banna, eða að í tjáningarfrelsinu felist ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig um hvað sem er og á hvaða vettvangi sem er. Vatnsglasstormur vikunnar, um formann samtaka framhaldsskólanema, undirstrikaði hvort tveggja ágætlega. Annars vegar sýna heiftarleg viðbrögð við skoðunum hans á kynjafræðikennslu að málefnið á meira skylt við trú en vísindi—og hins vegar sýnir grátkórinn yfir skerðingu á tjáningarfrelsi formannsins fram á takmarkaðan skilning á hugtakinu. Auðvitað hefur einstaklingurinn sem gegndi embættinu allan rétt til þess að segja skoðun sína (og ég hallast að því að hann hafi mikið til síns máls), en hins vegar er augljóst að með því að tala gegn samþykktum félagsskaparins, en þó í nafni þeirra, var hann að fara út fyrir það umboð sem hann hafði. Og á endanum fengu allir nákvæmlega það sem þeir héldu að þeir vildu. Hávaðasami trúarhópurinn þaggaði niður í gagnrýnanda sínum, og þeir sem vildu ögra andstæðingi sínum fengu sinn píslarvott. Og umfram allt—enginn þarf að hugsa málið og enginn þarf að skipta um skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Það er vesen að reyna að hugsa sjálfstætt. Bæði getur það tekið tíma og verið erfitt. Sum málefni eru svo flókin viðureignar að fólk helgar alla starfsævina leit að skilningi; jafnvel án árangurs. Önnur málefni eru svo óskýr að það er sama hversu lengi fólk veltir sér upp úr þeim, engin ein lausn finnst þannig að jafnvel mestu sérfræðingar geta verið heiftarlega ósammála. Og sum málefni eru erfið vegna þess að þau eru viðkvæm. Þó er sjálfstæð hugsun það dýrmætasta í veröldinni. Án hennar væru allar framfarir ómögulegar. Þetta gildir á öllum sviðum mannlegrar hugsunar. Það eru hinir sjálfstæðu og óhræddu hugsuðir sem fleyta þekkingunni áfram, stundum gegn háværum mótmælum eða jafnvel ógnunum. Öll helstu trúarbrögð mannsins grundvallast á kenningum róttækra hugsuða sem buðu ríkjandi samfélagsskipulagi byrginn. Allar framfarir í vísindum byggjast á því að efast um viðtekin sannindi og leita nýrra, og brautryðjendur listasögunnar létu sér heldur ekki nægja að starfa innan þess ramma sem hefðir og venjur höfðu markað þeim. Marteinn Lúther, Galíleó og Frída Kahló voru sannarlega ekki að bíða eftir leyfi til þess að feta sínar slóðir.Erfitt að hugsa En vegna þess hversu erfitt það er að móta raunverulega sjálfstæðar skoðanir á hlutum þá styttum við okkur öll alls konar leiðir. Við veljum að trúa alls konar hlutum í stað þess að vita þá. Fæstir þeirra sem hafa miklar áhyggjur af hnattrænni hlýnun hafa til að mynda raunverulega komist að sjálfstæðri og upplýstri niðurstöðu um málið heldur trúa þeir betur þeim mikla meirihluta vísindamanna sem varar við hlýnuninni heldur en minnihlutanum sem efast. Þetta er vitaskuld algjörlega nauðsynlegt, því enginn maður hefur tíma eða getu til þess að móta sér fullkomna skoðun eða komast að hinum endanlega sannleika í öllum mögulegum málum. Við veljum því að trúa alls konar hlutum sem okkur þykir sennilegt að séu sannir, án þess að hafa tækifæri til þess að sannreyna þá fyrir víst. Það sem hins vegar er áhugavert er að fólki hættir til þess að verða miklu ákafara og heitara í að verja skoðanir sem það trúir á heldur en hluti sem það veit fyrir víst að eru sannir. Af því leiðir að mörg af flóknustu viðfangsefnum samtímans snúast alls ekki um neins konar þekkingarleit eða sannleiksást—heldur einfaldlega um það að vera í réttu liði og umfram allt að þeir sem eru ósammála séu í vitlausu (og heimsku) liði. Trúarheift Trúarheiftin sem heltekur ýmiss konar málefni er örugg leið til þess að eyðileggja alla framþróun og uppbyggileg skoðanaskipti. Og þar sem hópar sem trúa gagnstæðum hlutum eru ófáanlegir til þess að hlusta á hinn þá leiðir það sjálfkrafa af ástandinu að langþægilegast er að fara einfaldlega fram á að þaggað sé niður í þeim sem eru ósammála. Slíkir þöggunartilburðir geta haft í för með sér tímabundna sælu heittrúarfólks þegar andstæðingnum er einfaldlega sópað burt af sviðinu; en það er hætt við að sú sæla verði skammvinn. Þannig er það til dæmis með þá sem halda uppi óvinsælum (og oft heimskulegum og særandi) skoðunum að andstæðingar þeirra vilja hreinlega banna málflutninginn. Þá er sagt að orðin sjálf séu svo særandi að það megi jafna þeim við líkamlegt ofbeldi, eða eitthvað álíka. Gallinn við þessa aðferð er vitaskuld sú að alls konar hálfvitar sem búið er að þagga niður í ganga um með þær ranghugmyndir í kollinum að þeir séu réttmætir arftakar Sókratesar, Galíleós og Frídu Kahló—jafnvel sjálfs Krists eða Búddha (síður Múhameðs spámanns)—og að „pólitíski rétttrúnaðurinn“ sem þaggar niður í þeim sé einhvers konar sönnun þess að þeir séu ekki talsmenn fávisku og fordóma; heldur boðberar forboðins sannleika. Best líður þeim auðvitað þegar þeir eru gerðir að einhvers konar píslarvottum. Vatnsglasstormur Skoðana- og tjáningarfrelsi er nefnilega algjör undirstaða fyrir það samfélag mannréttinda og framfara sem fært hefur okkur þau ótrúlegu lífsgæði sem við búum við. Og það er mikilvægt að skilningur á þessu sé ekki mengaður af þvælu—bæði hægri og vinstri—um annars vegar að sumar skoðanir beri að banna, eða að í tjáningarfrelsinu felist ótakmarkað leyfi til þess að tjá sig um hvað sem er og á hvaða vettvangi sem er. Vatnsglasstormur vikunnar, um formann samtaka framhaldsskólanema, undirstrikaði hvort tveggja ágætlega. Annars vegar sýna heiftarleg viðbrögð við skoðunum hans á kynjafræðikennslu að málefnið á meira skylt við trú en vísindi—og hins vegar sýnir grátkórinn yfir skerðingu á tjáningarfrelsi formannsins fram á takmarkaðan skilning á hugtakinu. Auðvitað hefur einstaklingurinn sem gegndi embættinu allan rétt til þess að segja skoðun sína (og ég hallast að því að hann hafi mikið til síns máls), en hins vegar er augljóst að með því að tala gegn samþykktum félagsskaparins, en þó í nafni þeirra, var hann að fara út fyrir það umboð sem hann hafði. Og á endanum fengu allir nákvæmlega það sem þeir héldu að þeir vildu. Hávaðasami trúarhópurinn þaggaði niður í gagnrýnanda sínum, og þeir sem vildu ögra andstæðingi sínum fengu sinn píslarvott. Og umfram allt—enginn þarf að hugsa málið og enginn þarf að skipta um skoðun.
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun