Móðir lögsækir bresk stjórnvöld til að koma í veg fyrir dauðadóm í Bandaríkjunum Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júlí 2018 21:39 Gasklefi í Bandaríkjunum. Vísir/Getty Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu. Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira
Bresk stjórnvöld hafa stöðvað samstarf sitt við bandaríska saksóknara tímabundið vegna máls tveggja breskra ríkisborgara sem eiga yfir höfði sér dauðarefsingu vestanhafs. Móðir annars þeirra hefur höfðað mál gegn breskum stjórnvöldum til að reyna að bjarga lífi sonar síns. Um er að ræða tvo af hinum fjóru alræmdu hryðjuverkamönnum sem gengu undir nafninu „Bítlarnir“ í Sýrlandi. Ástæðan fyrir nafngiftin er að þeir töluðu allir með breskum hreim. Hinir tveir eru látnir, þar á meðal hinn svonefndi Jihadi John sem varð heimsfrægur í hlutverki böðuls í aftökumyndböndum samtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Hinir tveir eftirlifandi félagar þeirra eru í haldi bandarískra yfirvalda sem ætla að draga þá fyrir dómstóla og ákæra fyrir hryðjuverk. Þarlendir saksóknarar óskuðu eftir gögnum frá Bretlandi til að styrkja mál sitt gegn mönnunum. Bresk stjórnvöld féllust á að afhenda gögnin og aðstoða Bandaríkjamenn við að sækja mennina til saka þrátt fyrir að þeir eigi yfir höfði sér dauðarefsingu. Það er afar óvanalegt, Bretland og flest Evrópuríki hafa áður neitað að afhenda gögn sem gætu leitt til aftöku ríkisborgara sinna í Bandaríkjunum eða öðrum ríkjum þar sem dauðarefsing er enn við lýði. Sú ákvörðun er nú í uppnámi eftir að móðir annars mannsins leitaði til dómstóla. Lögfræðingar hennar segja það grófa og einhliða stefnubreytingu af hálfu ríkisstjórnarinnar að hvetja beinlínis til aftöku eigin þegna á erlendri grundu. Breska innanríkisráðuneytið segir að engum frekari upplýsingum verði deilt með bandarískum yfirvöldum fyrr en dómur hafi fallið í málinu.
Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Dóra Björt hætt við formannsframboðið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Fleiri fréttir Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Sjá meira