Upphitun fyrir Ungverjaland: Hvað gerist fyrir sumarfrí? Bragi Þórðarson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Hamilton í Ungverjalandi í gær að kvitta undir áritanir. vísir/getty Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ein keppni er eftir þangað til Formúlan fer í eins mánaðar sumarfrí. Keppnin fer fram í Ungverjalandi um helgina á Hungaroring brautinni, norð-austan við Búdapest. Keppnin um heimsmeistaratitilinn hefur sjaldan verið jafn spennandi og hafa þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel verið að bítast í allt sumar. Sá þeirra sem vinnur titilinn í ár gæti vel farið í sögubækurnar sem hraðasti ökuþór þessarar kynslóðar. Báðir eru þeir að berjast um að ná sýnum fimmta titli. Hamilton hefur yfirhöndina með 17 stiga forskot á Vettel eftir að Þjóðverjinn gerði hræðileg mistök á heimvelli um síðustu helgi. Í keppni bílasmiða er slagurinn alveg jafn harður og er það nú Mercedes sem leiðir eftir að liðið græddi 27 stig á erkifjanda sinn, Ferrari. Sú staðreynd að aðeins muni átta stigum á tveimur efstu liðunum er algjörlega magnað þar sem undanfarin ár hafa áhorfendur þurft að sætta sig við algjör völd Mercedes, og fyrir það Red Bull. Þetta er því í fyrsta skiptið í næstum átta ár þar sem raunverulegur slagur er á milli liða. Hungaroring brautin var fyrst notuð í Formúlu 1 árið 1986 og er þekkt fyrir gríðarlegan fjölda áhorfenda. Hringurinn er líka mjög skemmtilegur hvað það varðar að auðvelt er að taka framúr á ótrúlegustu stöðum. Brautin ætti að henta Red Bull liðinu vel þar sem vélarorkan skiptir ekki endilega öllu máli í Ungverjalandi. Þó er engum blöðum um það að flétta að slagurinn verður áhugaverðastur milli Hamilton og Vettel. Hvor þeirra verður fyrstur í heimsmeistaramótinu í sumarfríinu? Þessu fáum við svarað um helgina og verður æfing, tímataka og kappaksturinn allt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Fótbolti Dagskráin í dag: Hafnaboltinn á sviðið Sport Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira