Femínískt framtak gegn loftslagsbreytingum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. júlí 2018 11:11 Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands og fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna hafði frumkvæðið að stofnun samtakanna Mothers of Invention. Vísir/getty Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins. Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
Konur um allan heim, sem eru í fremstu röð í baráttunni gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum, hafa tekið sig saman að frumkvæði fyrrverandi forseta Írlands, Mary Robinson, og ætla að starfa saman til að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum. Framtakið nefnist „Mothers of Invention“ og miðar að því að finna femínískar lausnir á loftslagsvandanum í krafti alþjóðlegrar hreyfingar kvenna. The Guardian greinir frá þessu. Konurnar hafa ákveðið að baráttan verði að einkennast af bjartsýnu viðhorfi. Þær segja að femínískar lausnir séu best til þess fallnar að kljást við vandamál sem hljótast af hnattrænni hlýnun og þá horfa þær ekki síst til fátækra heimshluta. Fyrsta verkefnið er hlaðvarp um loftslagsmál en fyrsti þátturinn er þegar kominn í loftið. Í þáttunum er ætlunin sú að varpa ljósi á grasrótarstarf sem unnið er í þágu umhverfisins. Þá verða ræddar leiðir fyrir ríki, sem hafa skuldbundið sig Parísarsamkomulaginu, til að ná settum markmiðum. Þá miðlar fólk í vísindum og stjórnmálum af reynslu sinni í þáttunum. „Loftslagsbreytingar eru manngert vandamál sem krefst femínískra lausna,“ segir Mary Robinson sem hefur verið forvígismaður í loftslagsbaráttunni um langt skeið. Fyrir 15 árum stofnaði hún góðgerðasamtökin „Mary Robinson Foundation – Climate Justice“. Mary Robinson er einnig fyrrverandi framkvæmdastjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þá er Robinson stofnmeðlimur áhrifahóps fyrrum þjóðarleiðtoga og áhrifafólks sem kalla sig öldungahópinn eða „The elders“. Öldungahópurinn hefur talsvert látið sig varða málefni á borð við loftslagsbreytingar og Parísarsamkomulagið. „Loftslagsbreytingar eru ekki kynhlutlausar, þær hafa mun meiri áhrif á konur. Þetta snýst kannski ekki bara um loftslagsbreytingar heldur líka réttlæti.“Grínistinn Mary Higgins vonast til þess að ljá umræðunni loftslagsmál annan blæ með sinni aðkomu.vísir/gettyRobinson hefur fengið til liðs við sig írska grínistann Maeve Higgins til að taka á þessu grafalvarlega máli. Higgins segir að það sé dómsdagsbragur og drungi yfir öllu tali um loftslagsvána en þær hyggist hafa loftslagsspjallið sitt með öðrum hætti. „Þetta er hannað fyrir fólk, alveg eins og mig sjálfa, sem líður eins og það sé fast. Það veit fullvel að það þarf að grípa til aðgerða en það er algjörlega lamað af örvæntingu og uppgjöf. Hið kapítalíska feðraveldi mun ekki leysa þessi vandamál. Við þurfum að láta til okkar taka,“ segir Higgins.
Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Innlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira