AC Milan hóf viðræður við Chelsea í gær um kaup á framherjanum Alvaro Morata. Lundúnaliðið vill fá 62 milljónir punda fyrir Spánverjann.
Heimildir Sky á Ítalíu segja Morata vilja snúa aftur til Ítalíu en hann spilaði fyrir Juventus á árunum 2014-16.
Milan hefur áhuga á Morata en vill þó ekki borga uppsett verð fyrir hann. Félagið gæti horft til Gonzalo Higuain eða Radamel Falcao í staðinn fyrir Morata gefi Chelsea sig ekki á verðinu.
Morata kom til Chelsea frá Real Madrid síðasta sumar fyrir 57 milljónir punda. Hann kom við sögu í 48 leikjum á síðasta tímabili og skoraði 15 mörk.
Chelsea vill 62 milljónir punda fyrir Morata
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



Forest tók stórt skref í átt að Meistaradeild Evrópu
Enski boltinn

Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn





