Miðlunartillaga ríkissáttasemjara samþykkt Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. júlí 2018 12:46 Kjaranefnd ljósmæðra í húsakynnum ríkissáttasemjara við upphaf fundar í síðustu viku. vísir/einar árnason Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Miðlunartillaga ríkissáttasemjara í máli Ljósmæðrafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd ríkissjóðs hefur verið samþykkt. Þetta kemur fram á vefsíðu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var samþykkt í atkvæðagreiðslu ljósmæðrafélagsins með 95,1 prósent atkvæða. 247 voru á kjörskrá og greiddu 224 atkvæði, eða 91 prósent. Þá samþykkti Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, miðlunartillöguna. Nýr kjarasamningur aðila hefur því komist á og mun hann gilda til 31. mars 2019. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins var löng og ströng. Ljósmæður höfðu verið samningslausar síðan í ágúst á síðasta ári eftir að úrskurður gerðardóms um kjör þeirra rann út. Í febrúar á þessu ári var kjaradeilunni vísað til ríkissáttasemjara þar sem samninganefndir ljósmæðra og ríkisins funduðu fimmtán sinnum um lausn hennar.Gerðardómur skilar af sér eigi síðar en 1. september Samningar tókust í lok maí en ljósmæður felldu þann samning í atkvæðagreiðslu í byrjun júní. Deiluaðilar þurftu því að setjast aftur að samningaborðinu og tókust samningar loks síðastliðinn laugardag þegar samninganefndirnar samþykktu miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Miðlunartillagan var síðan send til samþykktar hjá fjármálaráðherra sem og hjá félagsmönnum ljósmæðra og fór atkvæðagreiðslan þar eins og áður segir. Tillagan felur í grundvallaratriðum í sér sambærilegar hækkanir og samningurinn frá því í maí en jafnframt að gerðardómur skeri úr um það hvort og með hvaða hætti menntun, álag og inntak starfs ljósmæðra eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar, en um þetta ríkti djúpstæður ágreiningur á milli samningsaðila. Bryndís Hlöðversdóttir, ríkissáttasemjari, segir í samtali við Vísi að hún muni á allra næstu dögum skipa gerðardóm en samkvæmt miðlunartillögunni hefur dómurinn til 1. september næstkomandi til að skila af sér. Er úrskurður gerðardóms endanlegur og fer ekki til samþykkis, hvorki hjá ljósmæðrum né ráðherra.Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00 Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20 Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Fleiri fréttir Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Forstjóri segir enga uppsafnaða þörf eftir kjaradeilu ljósmæðra Enginn hjalli myndaðist á Landspítalanum vegna yfirvinnubanns ljósmæðra, segir forstjóri spítalans. Hann vonar að þær ljósmæður sem eru hættar komi aftur til starfa. 23. júlí 2018 07:00
Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. 22. júlí 2018 13:20
Segir ljósmæður brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að ljósmæður séu brenndar af samskiptum sínum við ríkisstjórnina en hún á þó von á því að ljósmæður samþykki miðlunartillögu ríkissáttasemjara í atkvæðagreiðslu sem lauk um hádegisbil. 25. júlí 2018 12:35