Grísku sjávarþorpi líkt við Pompeii Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2018 11:33 Bærinn Mati kom verulega illa út úr eldunum. Vísir/AP Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“. Skógareldar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Minnst 80 eru látnir í strandbæjum nærri Aþenu í Grikklandi eftir að gífurlegir skógareldar fóru yfir bæinn á miklum hraða. Búist er við því að tala látinna muni hækka og jafnvel mikið. Fólk varð innlyksa í húsum sínum, í bílum og á klettasyllum. Aðrir björguðu sér með því að stökkva í sjóinn en þó björguðust ekki allir sem stukku í sjóinn þar sem minnst sex drukknuðu. Um er að ræða mannskæðustu elda sem skráðir hafa verið í Grikklandi. Þá er talið að rúmlega þúsund hús og 300 bílar hafi orðið eldinum að bráð. Hamförunum í einum bæjanna, Mati, hefur verið líkt við Pomeii á Ítalíu þar sem eldgos fór yfir bæinn á tímum Rómarveldis. Eldhafið fór yfir á miklum hraða undan um 30 metra vindi. „Mati er ekki lengur til,“ hefur AFP fréttaveitan eftir bæjarstjóra Rafina, sem kom einnig illa út úr eldinum.Sjá einnig: Flúðu út í sjó og horfðu á vini sína drukknaEkki liggur fyrir hve margra er saknað en björgunaraðilar segja fjölmargar tilkynningar um týnt fólk hafa borist. Einn maður, Yiannis Philippopoulos, sagði grískum fjölmiðlum að tvær dætur hans, níu ára tvíburar, væru týndar. Hann sagðist þó hafa séð þær í sjónvarpi og að þeim hefði verið bjargað. Hann hefði hins vegar ekkert heyrt í ömmu þeirra og afa, sem þær voru að gista hjá.Rigningu er spáð á morgun og mun það auðvelda slökkvistörf en eldhafið ógnar nú bænum Kineta. Tugir slökkviliðsmanna berjast gegn eldinum og notast þeir meðal annars við þyrlur.Sjá einnig: 26 menn, konur og börn fundust látin í faðmlögumEkki liggur fyrir hvernig eldarnir kviknuðu en yfirvöld hafa gefið í skyn að þeir hafi verið kveiktir vísvitandi af aðilum sem ætluðu sér að ræna yfirgefin hús. Rannsókn hefur verið sett á laggirnar og hafa yfirvöld beðið Bandaríkin um dróna til að leita uppi „grunsamlegt athæfi“.
Skógareldar Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira