Mesti hiti í 262 ár Elín Albertsdóttir skrifar 25. júlí 2018 06:00 Það getur verið erfitt og leiðigjarnt að vera alltaf í mikilli sól og hita. Það hafa Svíar fengið að reyna í sumar með ýmsum slæmum afleiðingum. Vísir/Getty Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Á meðan við hér uppi á Íslandi kvörtum yfir kulda og votviðri fárast frændur okkar í Svíþjóð yfir hita og rigningarleysi. Þessi mánuður stefnir í að vera sá heitasti í meira en 260 ár þar í landi, samkvæmt frétt á vefmiðli Aftonbladet. „Það er óvenjulegt að það sé svona heitt í langan tíma í einu,“ er haft eftir veðurfræðingnum Mikael Sjöstrand. Veðurmælingar hófust árið 1756 en frá þeim tíma hefur aldrei verið jafn heitt í Svíþjóð í júlí í svo langan tíma í einu. Spáð er áframhaldandi hita út mánuðinn. Það er með sanni hægt að segja að hitastig í Svíþjóð sé eins og það gerist best við Miðjarðarhafið. Strax í maí voru sett hitamet í landinu en hann var sá heitasti í meira 100 ár. Þótt notalegt sé að fá sólardaga þá eru flestir Svíar orðnir þreyttir á langvarandi hita og þurrki. Varað er áfram við eldhættu vegna þurrka en skógareldar hafa kviknað víða um landið í kjölfar hitans. Á sumum stöðum á landinu er vatn gengið til þurrðar og það er stranglega bannað að vökva garða eða eyða vatni í óþarfa. Þá er einnig algjört bann við því að grilla úti víða í Svíþjóð og sérstaklega er hættulegt að nota einnota grill. Lögreglan fær tugi símtala á dag þar sem henni er tjáð að fólk sinni ekki banninu og sé úti að grilla. Hitinn fer yfir þrjátíu gráður á allnokkrum stöðum í Svíþjóð á næstu dögum og hefur fólk verið hvatt til að halda sig innandyra meðan mesti hitinn gengur yfir. Sérstaklega er varað við að hitinn geti verið hættulegur ungum börnum, sjúklingum og eldra fólki.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Norðurlönd Veður Tengdar fréttir Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15 Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40 Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Skógareldar um alla Svíþjóð Skeytingarleysi, hitabylgja og þurrkar valda umfangsmiklum skógareldum sem geisa um nærri gjörvalla Svíþjóð. Ástandið þykir einna verst í Dölunum, Jämtlands- og Gävleborgarlénum. Ítalskar vélar börðust við elda í gær en Svíar biðja um meiri hjálp. Frakkar svara kallinu og senda tvær flugvélar til Svíþjóðar í dag. 19. júlí 2018 08:15
Íslendingur í Svíþjóð segir eldana úr böndunum Pólverjar senda 44 slökkviliðsbíla á vettvang til aðstoðar 21. júlí 2018 20:40
Hitamet slegin og skógareldar geisa Hitabylgja gengur um Kaliforníu og í kjölfar hennar geisa skógareldar um suðurpart ríkisins. 7. júlí 2018 14:02