Biðla til allra í Laos um hjálp Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 25. júlí 2018 06:00 Sléttur Attapeu-fylkis eru á kafi í vatni eftir að stífla brast Vísir/AFP Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“ Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Nokkrir létust, hundraða er saknað og á sjöunda þúsund eru heimilislaus eftir að Xe-Pian XeNamnoy stíflan í Attapeu-fylki Laos brast í fyrrinótt. Enn var verið að smíða stífluna þegar hún brast, hún var sum sé ekki fullkláruð. Samkvæmt KPL, ríkisfréttastöðinni í Laos, flæddu 5 milljarðar rúmmetra af vatni yfir nærliggjandi svæði og skolaði vatnið húsum í sex bæjum á Sanamxay-svæðinu í nærumhverfi stíflunnar á brott. Fram kemur í frétt KPL að yfirvöld í fylkinu hafi biðlað til Kommúnistaflokksins, ríkisstofnana, fyrirtækja, embættismanna, lögreglu, hersins og allra Laosa um að veita neyðaraðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna. Sérstaklega var beðið um fatnað, matvæli, drykkjarvatn, lyf og peninga. Thongloun Sisoulith, forsætisráðherra Laos, frestaði í gær fundi ríkisstjórnar sinnar. Þess í stað boðaði hann ráðherra og aðra háttsetta embættismenn til Sanamxay til að fylgjast með björgunarstarfi. Flóðið hrifsaði til sín heilu þorpin.Vísir/epaRatchaburi Electricity Generating Holding, einn eigenda verktakafyrirtækisins sem sér um gerð stíflunnar, Xe-Pian Xe-Namnoy Power Company (PNPC), sagði í tilkynningu í gær að fyrirtækinu hafi borist tilkynning um sprunguna. Mikið votviðri undanfarið hafi yfirfyllt lón og það hafi líklega orsakað brestinn. „Eins og er hefur PNPC tekist að rýma alla íbúa úr næsta nágrenni.“ Radio Free Asia fjallaði í fyrra um að íbúar þriggja bæja í grennd við stífluna hefðu verið fluttir af svæðinu gegn vilja sínum. „Við viljum ekki flytja á svæðið sem ríkið og verktakinn segja okkur að flytja á. Bæjarbúar búa sig nú undir að byggja ný hús á eigin vegum nær framkvæmdasvæðinu. Svæðið sem ríkið hefur útvegað okkur hentar illa fyrir landbúnað. Það vex ekkert þar, ekki einu sinni gúrkur,“ sagði viðmælandi miðilsins þá. Ekki liggur fyrir hver afdrif þessa fólks urðu í hamförunum. Raunir Laosa í grennd við framkvæmdasvæðið hafa verið miklar, að því er kemur fram í umfjöllun New York Times um málið. Árið 2013 sendu samtökin International Rivers opið bréf til PNPC eftir heimsókn á svæðið. Í bréfinu sagði að íbúar byggju við matar-, vatns- og landskort. „Til viðbótar hafa fjölskyldur á svæðinu komist að því að hinn grunni jarðvegur umhverfis heimili þeirra hentar illa fyrir ræktun og því býr fólkið við hungur.“
Birtist í Fréttablaðinu Laos Tengdar fréttir Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24 Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fleiri fréttir Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Sjá meira
Gríðarlegt flóð eftir að stífla brast Mörg hundruð manns í suðausturhluta Laos er saknað eftir að stífla brast þar í morgun. 24. júlí 2018 08:24