Telur ósannað að bróðurnum hafi verið banað af ásettu ráði Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. júlí 2018 21:00 Frá vettvangi laugardaginn 31. mars. Vísir/Magnús Hlynur Ekki hefur tekist að sanna að Valur Lýðsson, bóndi að Gýgjarhóli II í Árnessýslu, hafi banað bróður sínum af ásettu ráði þann 31. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í greinargerð verjanda hans. Þá er þess krafist að Valur verði sýknaður af manndrápsákæru eða sakfelldur fyrir líkamsárás. RÚV greindi frá þessu í kvöld. Í greinargerð verjandans segir einnig að Valur, sem hringdi sjálfur á lögreglu umræddan morgun, hafi frá upphafi borið við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Þá hafi hann nefnt við yfirheyrslur að í ölæði hafi hann mögulega talið bróður sinn innbrotsþjóf. Þá kemur jafnframt fram að málatilbúnað lögreglu og ákæruvaldsins sé ekki hægt að byggja á neyðarlínusímtali Vals, þar sem hann virðist játa að hafa myrt bróður sinn, sökum þess að Valur hafi verið í afar annarlegu ástandi og „eðlilega verulega brugðið“.Sjá einnig: Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Í ákæru yfir Val sem gefin var út í byrjun mánaðar segir að hann hafi slegið bróður sinn með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama. Af þessu hlaut bróðirinn dreifða áverka. Alls fjórir einstaklingar gera kröfur á hendur Val um greiðslu miskabóta og hljóðar hver krafa upp á tíu milljónir króna. Valur fer fram á að þeim verði vísað frá dómi. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 27. ágúst næstkomandi, að því er segir í frétt RÚV. Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54 Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08 Ákærður fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Val Lýðssyni, 68 ára gömlum karlmanni, fyrir manndráp. 9. júlí 2018 09:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Ekki hefur tekist að sanna að Valur Lýðsson, bóndi að Gýgjarhóli II í Árnessýslu, hafi banað bróður sínum af ásettu ráði þann 31. mars síðastliðinn, að því er fram kemur í greinargerð verjanda hans. Þá er þess krafist að Valur verði sýknaður af manndrápsákæru eða sakfelldur fyrir líkamsárás. RÚV greindi frá þessu í kvöld. Í greinargerð verjandans segir einnig að Valur, sem hringdi sjálfur á lögreglu umræddan morgun, hafi frá upphafi borið við minnisleysi sökum ölvunar um atburði næturinnar. Þá hafi hann nefnt við yfirheyrslur að í ölæði hafi hann mögulega talið bróður sinn innbrotsþjóf. Þá kemur jafnframt fram að málatilbúnað lögreglu og ákæruvaldsins sé ekki hægt að byggja á neyðarlínusímtali Vals, þar sem hann virðist játa að hafa myrt bróður sinn, sökum þess að Valur hafi verið í afar annarlegu ástandi og „eðlilega verulega brugðið“.Sjá einnig: Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Í ákæru yfir Val sem gefin var út í byrjun mánaðar segir að hann hafi slegið bróður sinn með ítrekuðum hnefahöggum í höfuð og líkama. Af þessu hlaut bróðirinn dreifða áverka. Alls fjórir einstaklingar gera kröfur á hendur Val um greiðslu miskabóta og hljóðar hver krafa upp á tíu milljónir króna. Valur fer fram á að þeim verði vísað frá dómi. Aðalmeðferð í málinu fer fram þann 27. ágúst næstkomandi, að því er segir í frétt RÚV.
Manndráp á Gýgjarhóli II Tengdar fréttir Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54 Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08 Ákærður fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Val Lýðssyni, 68 ára gömlum karlmanni, fyrir manndráp. 9. júlí 2018 09:50 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Tjáði lögreglu að „fljótt á litið væri hann bara morðingi“ Maðurinn sem grunaður er um að hafa orðið bróður sínum að bana þann 31. mars síðastliðinn tjáði lögreglu í símtali til Neyðarlínu að hann og bróðir hans hefðu lent í átökum kvöldið áður. 9. apríl 2018 19:54
Ummerki um ítrekaðar barsmíðar Sterkar líkur eru á að maðurinn sem fannst látinn á Gýgjarhóli II hafi orðið fyrir miklum barsmíðum sem hafi leitt til dauða hans. 21. apríl 2018 16:08
Ákærður fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur Val Lýðssyni, 68 ára gömlum karlmanni, fyrir manndráp. 9. júlí 2018 09:50