Valdís Þóra keppir á Opna breska meistaramótinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 16:28 Valdís Þóra Jónsdóttir keppir á öðru risamóti sínu. LET/Tristan Jones Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi. Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, atvinnukylfingur úr Leyni, verður á meðal keppenda á Opna breska meistaramótinu í golfi sem er eitt af fimm risamótum hvers árs í kvennagolfinu. Mótið í ár fer fram á Royal Lytham & St Annes-vellinum á Englandi 2.-5. ágúst en Valdís Þóra gulltryggði farseðil sinn á mótið í lok júní. Skagamærin var nánast örugg inn á Opna breska áður en að hún spilaði frábærlega á móti á Evrópumótaröðinni í Taílandi en þar hafnaði hún í 19. sæti. Valdís Þóra er í 17. sæti á stigalista Evrópumótaraðarinnar en 25 efstu á þeim lista fá þátttökurétt á Opna breska meistaramótinu. Valdís reyndi án árangurs að komast á Opna breska í gegnum úrtökumót í fyrra. Þetta er í annað sinn sem Valdís Þóra keppir á risamóti en hún var á meðal keppenda á Opna bandaríska meistaramótinu í fyrra. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir keppti á sama móti í ár. Ólafía Þórunn reynir einmitt að tryggja sér farseðilinn á Opna breska um helgina þegar hún keppir á Opna skoska meistaramótinu í Aberdeen samhliða Valdísi en með góðri spilamennsku þar fer hún á risamótið ásamt henni. Ólafía komst fyrst íslenskra kylfinga á Opna breska meistaramótið í fyrra en Haraldur Franklín Magnús varð annar þegar að hann keppti í Skotlandi fyrir helgi.
Golf Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira