Fylkir byrjar og endar leiki verst allra en Blikar múra fyrir í fyrri hálfleik Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. júlí 2018 14:30 Lærisveinar Helga Sig þurfa að laga varnarleikinn. vísir/Bára Fylkir er það lið í Pepsi-deildinni sem er búið að fá á sig flest mörk þegar að þrettán umferðum er lokið en varnarleikur liðsins í síðustu fimm leikjum hefur verið sérstaklega skelfilegur. Fylkismenn eru búnir að tapa fimm leikjum í röð og fá á sig 17 mörk í þessari tpahrinu eða ríflega þrjú mörk á sig að meðaltali í leik. Í heildina er Fylkisliðið búið að fá á sig 28 mörk, tveimur fleiri en Keflavík. Þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar. Samkvæmt Instat sem heldur utan um tölfræði deildarinnar eru Fylkismenn bæði að byrja og enda leikina illa. Árbæingar hafa fengið á sig fimm mörk á fyrstu fimmtán mínútum leikjanna í Pepsi-deildinni, flest allra en Keflavík, KA og KR koma þar næst með fjögur mörk á sig fyrsta korterið.Mörkin í tölum og mínútum.mynd/instatGrænir múra fyrir Fylkir endar leikina einnig mjög illa en þeir hafa fengið á sig flest mörk allra liða á síðasta korterinu eða níu talsins. FH-ingar eru þar næstir á eftir með átta mörk á sig á síðustu fimmtán mínútunum. Breiðablik hefur fengið á sig lang fæst mörkin eða átta talsins og öll hafa þau komið í seinni hálfleik. Ekkert lið í deildinni hefur komið boltanum í netið hjá Blikunum á fyrstu 45 mínútunum þegar að þrettán umferðir eru búnar. Fjölnir hefur fengið á sig flest mörk allra í seinni hálfleik eða 17 talsins, tveimur fleiri en Fylkismenn en þau eru slökustu liðin þegar kemur að því að verja markið sitt í seinni hálfleik. Eitthvað virðist Ólafur Páll Snorrason þurfa að laga hjá sér hálfleiksræðurnar því Fjölnir hefur fengið á sig níu mörk á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks sem eru lang flest allra í deildinni á þeim tíma. Næstu lið í þeirri tölfræði eru ÍBV, KR og Víkingur með þrjú á sig á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira
Fylkir er það lið í Pepsi-deildinni sem er búið að fá á sig flest mörk þegar að þrettán umferðum er lokið en varnarleikur liðsins í síðustu fimm leikjum hefur verið sérstaklega skelfilegur. Fylkismenn eru búnir að tapa fimm leikjum í röð og fá á sig 17 mörk í þessari tpahrinu eða ríflega þrjú mörk á sig að meðaltali í leik. Í heildina er Fylkisliðið búið að fá á sig 28 mörk, tveimur fleiri en Keflavík. Þetta eru tvö neðstu lið deildarinnar. Samkvæmt Instat sem heldur utan um tölfræði deildarinnar eru Fylkismenn bæði að byrja og enda leikina illa. Árbæingar hafa fengið á sig fimm mörk á fyrstu fimmtán mínútum leikjanna í Pepsi-deildinni, flest allra en Keflavík, KA og KR koma þar næst með fjögur mörk á sig fyrsta korterið.Mörkin í tölum og mínútum.mynd/instatGrænir múra fyrir Fylkir endar leikina einnig mjög illa en þeir hafa fengið á sig flest mörk allra liða á síðasta korterinu eða níu talsins. FH-ingar eru þar næstir á eftir með átta mörk á sig á síðustu fimmtán mínútunum. Breiðablik hefur fengið á sig lang fæst mörkin eða átta talsins og öll hafa þau komið í seinni hálfleik. Ekkert lið í deildinni hefur komið boltanum í netið hjá Blikunum á fyrstu 45 mínútunum þegar að þrettán umferðir eru búnar. Fjölnir hefur fengið á sig flest mörk allra í seinni hálfleik eða 17 talsins, tveimur fleiri en Fylkismenn en þau eru slökustu liðin þegar kemur að því að verja markið sitt í seinni hálfleik. Eitthvað virðist Ólafur Páll Snorrason þurfa að laga hjá sér hálfleiksræðurnar því Fjölnir hefur fengið á sig níu mörk á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks sem eru lang flest allra í deildinni á þeim tíma. Næstu lið í þeirri tölfræði eru ÍBV, KR og Víkingur með þrjú á sig á fyrstu fimmtán mínútum síðari hálfleiks.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Strætó númer 15 stoppar beint fyrir utan KR-völlinn“ Fótbolti Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Íslenski boltinn Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Dramatík í uppbótartímanum Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 90-89 | Stjarnan náði að halda út og er meistari meistaranna Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu Íslenski boltinn Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Lofar æðislegum leik Arnar ekki áfram með Fylki Sjáðu Stjörnuna stöðva partýið, bombur Bergdísar og dramað í Dalnum Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Sjá meira