Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann sem gekk berserksgang á Klambratúni fyrr í dag.
Tilkynning barst til lögreglu á fjórða tímanum í dag um mann sem hafði veist að fólki á Klambratúni.
Voru sex lögreglumenn sendir á vettvang til að yfirbuga manninn sem var ölvaður. Engan sakaði en maðurinn var fluttur í fangageymslu lögreglu.
Handtóku mann sem veittist að fólki á Klambratúni
Birgir Olgeirsson skrifar
