Frábær veiði í Laxá í Dölum Karl Lúðvíksson skrifar 23. júlí 2018 09:00 Mynd: Hreggnasi FB Laxá í Dölum er að komast í gang og gott betur en það því miðað við fréttir af hollinu sem er nú við veiðar er veisla við ánna. "Hollið sem er við veiðar núna er skipað toppveiðimönnum og þeir hafa landað 71 laxi á aðeins þremur vöktum og það er aðeins verið að veiða á fjórar stangir" sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Veiðivísi. "Þarna fer allt saman, bæði góðir veiðimenn, gott vatn, góðar göngur og aðstæður eins góðar og hægt er að hafa þær". Samkvæmt Haraldi er áin öll inni og laxinn er búinn að dreifa sér vel um hana svo það má alveg eins búast við áframhaldi á þessari veiði. Heildarveiðin í Laxá í Dölum var 229 laxar síðasta miðvikudag þegar listann á www.angling.is var uppfærður eins og alla miðvikudaga en heildartalan núna er að nálgast 400 laxa og verður nokkuð örugglega komin yfir 500 næsta miðvikudag. Heildarveiðin núna er betri en hún var metárin 2016 og 2015 svo það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður enda á áin yfirleitt bestu veiðina í ágúst. Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði
Laxá í Dölum er að komast í gang og gott betur en það því miðað við fréttir af hollinu sem er nú við veiðar er veisla við ánna. "Hollið sem er við veiðar núna er skipað toppveiðimönnum og þeir hafa landað 71 laxi á aðeins þremur vöktum og það er aðeins verið að veiða á fjórar stangir" sagði Haraldur Eiríksson í samtali við Veiðivísi. "Þarna fer allt saman, bæði góðir veiðimenn, gott vatn, góðar göngur og aðstæður eins góðar og hægt er að hafa þær". Samkvæmt Haraldi er áin öll inni og laxinn er búinn að dreifa sér vel um hana svo það má alveg eins búast við áframhaldi á þessari veiði. Heildarveiðin í Laxá í Dölum var 229 laxar síðasta miðvikudag þegar listann á www.angling.is var uppfærður eins og alla miðvikudaga en heildartalan núna er að nálgast 400 laxa og verður nokkuð örugglega komin yfir 500 næsta miðvikudag. Heildarveiðin núna er betri en hún var metárin 2016 og 2015 svo það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður enda á áin yfirleitt bestu veiðina í ágúst.
Mest lesið Gleðilegt nýtt veiðiár Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Silungur í öllum regnbogans litum Veiði Veiða djúpt í köldu vatni Veiði 98 sm lax úr Húseyjarkvísl Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Augljóslega mikil andstaða hjá veiðimönnum við sjókvíaeldi Veiði Miðfjarðará: Fín opnun en aðstæður erfiðar Veiði Úrkomuleysið farið að hafa mikil áhrif Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði