Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. júlí 2018 13:20 Svandís Svavarsdóttir segir landspítalann hafa teygt sig í átt að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál. Vísir/Eyþór Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33