Landspítalinn hjó sjálfur á hnútinn Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Sylvía Hall skrifa 22. júlí 2018 13:20 Svandís Svavarsdóttir segir landspítalann hafa teygt sig í átt að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál. Vísir/Eyþór Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Yfirvinnubanni ljósmæðra var aflýst í gær eftir að ríkissáttasemjari lagði fram miðlunartillögu í kjaradeilu ljósmæðra. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir þessa niðurstöðu fagnaðarefni. Deila ljósmæðra og ríkisins var fyrir helgina komin í algjöran hnút. Í gær sendi svo ríkissáttasemjari frá sér fréttatilkynningu þess efnis að ljósmæðraverkfalli væri frestað og yfirvinnubanni aflétt. Var það í kjölfar þess að ljósmæður samþykktu miðlunartillögu sem lögð var fram. Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari sagði í samtali við Vísi í gær miðlunartillöguna sambærilega þeirri sem lögð var fram fyrr í vikunni. Í fréttatilkynningunni segir meðal annars: Djúpstæður ágreiningur hefur verið milli samningsaðila um það hvort launasetning stéttarinnar sé í samræmi við álag, menntun og inntak starfs ljósmæðra. Sá ágreiningur hefur meðal annars staðið í vegi fyrir því að aðilar undirriti kjarasamning og því felur tillagan í sér að sérstökum gerðardómi verði falið að kveða upp úr um það hvort og þá að hvaða leyti þessir þættir eigi að hafa frekari áhrif á launasetningu stéttarinnar. Ríkissáttasemjari skipar þrjá menn í gerðardóminn sem er annars sjálfstæður í störfum sínum. „Þetta var ekki auðveld fæðing. Hún var langdregin og þurfti að leita allra leiða og undir lokin þá náðist að brúa það bil sem þurfti.“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Hún segir það hafa verið Landspítalann sjálfan sem hjó á hnútinn með því að teygja sig í áttina að ljósmæðrum og ætla að endurskoða ýmis mál sem snúa að vinnutilhögun þeirra. Nú eru það næstu skref ljósmæðra að kynna þetta fyrir sínum félagskonum sem síðan munu taka afstöðu. Það sem út af stendur fer fyrir gerðardóm. „Ég fagna því sérstaklega að við getum lokið þessu með samningi. Mér finnst afar mikilvægt að kjaradeilur séu leiddar til lykta með samningi, þannig á að gera það. Mikilvægast af öllu er auðvitað að fæðandi konur og börnin þeirra geti aftur treyst á okkar góða heilbrigðiskerfi og okkar góðu þjónustu.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fleiri fréttir Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Sjá meira
Miðlunartillaga lögð fram og verkfalli ljósmæðra aflýst Kjaradeilunni var vísað til ríkissáttasemjara þann 5. febrúar 2018. Kjarasamningurinn hafði verið laus síðan 1. september 2017. 21. júlí 2018 20:33
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent