Engin hætta vegna rafmengunar frá símasendum: Nýlegar mælingar sýna gildi langt undir lágmarks viðmiðum Jóhann K. Jóhannsson og Samúel Karl Ólason skrifa 21. júlí 2018 19:53 Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet. Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira
Íbúar í Garðabæ eru uggandi yfir fyrirhuguðum farsímasendum sem þar á að reisa, og telja sendana skerða lífsgæði sín til muna. Geislavarnir ríkisins mældu nýverið geislun frá tuttugu og sex farsímasendum á höfuðborgarsvæðinu og sýndi enginn þeirra mælingar nærri hættuviðmiðum. Þekkt er að fólk geti þjáðst af óþoli gagnvart eða viðkvæmni af geislun til að mynda frá rafmagni. Íbúar í Urriðaholti sem þjást af slíku óþoli eru uggandi yfir deiliskipulagi hverfisins sem gerir ráð fyrir því að farsímasendar verði reistir í hverfinu. Urriðaholt er fyrsta vistvottaða hverfið á landinu sem á að tryggja betur lífsgæði þeirra sem þar búa og auka náttúruvernd.Fréttablaðið fjallaði um málið í morgun þar sem rætt er við konu sem þjáist af slíku óþoli og flutti gagngert í hverfið vegna umhverfisstefnunnar en í hverfinu er svokallað fimm víra rafmagnskerfi til þess að tryggja að ekki sé rafmengnun í húsum en ekki þriggja víra kerfi eins og víða þekkist. Hún segir það í andstöðu við þá stefnu að farsímasendir verði reistur í hverfinu. „Vísindalegar rannsóknir sýna að fólk sem býr í hundrað til þrjú hundruð metra fjarlægð frá þessum sendum verða fyrir áhrifum,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir. Svala sendi bréf til bæjaryfirvalda Garðabæjar í mánuðinum þar sem hún mótmælti uppsetningu sendanna. Um er að ræða einkenni eins og einbeitingarskort, verki í líkamanum, höfuðverkir, ógleði og almenn vanlíðan. Geislavarnir ríkisins, Póst og fjarskiptastofnun og fjarsímafyrirtækin sjálf annast geislamælingar frá farsímasendum og í vor voru mældir einir tuttugu og sex staðir þar. „Tilgangurinn með þessu núna er einmitt að safna gögnum og gera aðgengilegt fyrir fólk og almenning, þannig að það geti séð þau gildi sem verið er að tala um,“ segir Elísabet D. Ólafsdóttir, aðstoðarforstjóri Geislavarna ríkisins. Elísabet segir fólki ekki hætta búin eftir þær mælingar sem gerðar hafa verið en unnið er eftir mati frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Mat stofnunarinnar er að engar vísindalegar sannanir séu fyrir því að geislun eins og um ræðir hafi áhrif á heilsu fólks. Spurð hvort einhver svæði hafi náð þeim viðmiðum sem WHO setur segir Elísabet svo ekki vera. „Þetta var allt langt innan marka. Við leituðum uppi hæstu gildi sem við fundum og við komumst einhvers staðar nálægt 40 prósentum. Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður. Póst og fjarskiptastofnun á eftir að skoða þetta með okkur,“ segir Elísabet.
Mest lesið „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Sjá meira