Þeir Jordan Spieth, Xander Schauffele og Kevin Kisner leiða eftir þriðja hringinn á Opna breska meistaramótinu. Einn hringur er eftir af mótinu.
Spieth spilaði mjög vel í dag. Hann lék á sex höggum undir pari og kom sér þannig upp á toppinn. Kisner hefur verið í forystu eftir alla þrjá hringina sem leiknir eru en það er ljóst að spennan verður mikil á morgun.
Tiger Woods átti frábæran hring í dag. Sex fuglar hjá honum; þrír á fyrri níu og þrír á síðari níu. Á sextándu holunni fékk hann svo skolla.
Hann er í sjötta sætinu ásamt sex öðrum en þar á meðal eru þeir Rory McIlroy og Tommy Fleetwood. Tommy var á parinu í dag og Rory á einu undir pari.
Útsending frá mótinu hefst strax klukkan 08.00 í fyrramálið og er mótið sýnt á Golfstöðinni.
Spieth, Kisner og Xander leiða á Opna breska | Tiger í miklu stuði
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“
Íslenski boltinn


Fjögur lið á toppnum með fjögur stig
Íslenski boltinn

Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð
Íslenski boltinn

Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn

Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla
Enski boltinn


Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar
Íslenski boltinn