Deildir sameinaðar og ómskoðunum fækkað Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 20:00 Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. Róðurinn á Landspítalanum þyngist dag frá degi og hafa stjórnendur spítalans brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild og sameina hana kvenlækningadeild 21A. Frá og með mánudeginum fellur fyrsta reglubundna ómskoðun þungaðra kvenna niður á Landspítalanum en hún hefur verið konum í boði á elleftu til fjórtándu viku meðgöngu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, margar konur hafa hringt og spurt um fyrstu ómskoðunina og óskað eftir tíma hjá þeim. Þar er ekki hægt að bæta við konum í slíka skoðun því fáir tímar eru í boði út af mannskap. Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir á fósturgreiningardeild, segir að flestar konur þiggi þessa rannsókn. “Við erum að telja fóstrin inn í mömmu og meta meðgöngulengd og þar með setja væntanlegan fæðingar. Í þessari skoðun greinum við alvarlegustu fósturgallana. Það er á þessum tímapunkti sem fólk þarf stundum að taka alvarlegar ákvarðanir. Það er gott að geta klárað það þarna í stað þess að bíða til 20 vikna,” segir Signý. Í næstu viku eru 69 konur bókaðar í þennan tiltekna sónar og verðandi móðir sem fréttastofa heyrði í og á bókaðan tíma segir stöðuna valda sér miklu hugarangri. Henni var sagt að mæta í tímann en hvort af honum verður kemur bara í ljós. Átta ljósmæður vinna á fósturgreiningardeildinni og hafa tvær af þeim sagt upp störfum og er Signý önnur þeirra. “Mér er svolítið misboðið hvernig launasetning okkar hefur verið. Ég gæti fengið svipuð laun á því að vera bara yfir krónubúð einhvers staðar með enga ábyrgð á mannslífum og ekki átta ára menntun og þjálfun á bakinu,” segir hún um stöðuna. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Deildir hafa verið sameinaðar og ómskoðunum mun fækka á Landspítalanum til að bregðast við þeim hnút sem kjaradeila ljósmæðra og ríkisins er komin í. Ljósmóðir sem sagt hefur upp störfum á fósturgreiningardeild Landspítalans segir fyrstu ómskoðun mikilvæga fyrir foreldra. Róðurinn á Landspítalanum þyngist dag frá degi og hafa stjórnendur spítalans brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild og sameina hana kvenlækningadeild 21A. Frá og með mánudeginum fellur fyrsta reglubundna ómskoðun þungaðra kvenna niður á Landspítalanum en hún hefur verið konum í boði á elleftu til fjórtándu viku meðgöngu. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag sagði Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi, margar konur hafa hringt og spurt um fyrstu ómskoðunina og óskað eftir tíma hjá þeim. Þar er ekki hægt að bæta við konum í slíka skoðun því fáir tímar eru í boði út af mannskap. Signý Dóra Harðardóttir, ljósmóðir á fósturgreiningardeild, segir að flestar konur þiggi þessa rannsókn. “Við erum að telja fóstrin inn í mömmu og meta meðgöngulengd og þar með setja væntanlegan fæðingar. Í þessari skoðun greinum við alvarlegustu fósturgallana. Það er á þessum tímapunkti sem fólk þarf stundum að taka alvarlegar ákvarðanir. Það er gott að geta klárað það þarna í stað þess að bíða til 20 vikna,” segir Signý. Í næstu viku eru 69 konur bókaðar í þennan tiltekna sónar og verðandi móðir sem fréttastofa heyrði í og á bókaðan tíma segir stöðuna valda sér miklu hugarangri. Henni var sagt að mæta í tímann en hvort af honum verður kemur bara í ljós. Átta ljósmæður vinna á fósturgreiningardeildinni og hafa tvær af þeim sagt upp störfum og er Signý önnur þeirra. “Mér er svolítið misboðið hvernig launasetning okkar hefur verið. Ég gæti fengið svipuð laun á því að vera bara yfir krónubúð einhvers staðar með enga ábyrgð á mannslífum og ekki átta ára menntun og þjálfun á bakinu,” segir hún um stöðuna.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira