HK er enn ósigrað í fyrstu deild karla eftir að liðið vann 1-0 sigur á Magna á Grenivík í dag í Inkasso-deild karla.
Eina mark leiksins kom á 36. mínútu er Bjarni Gunnarsson skoraði sitt sjötta mark í sumar. Lokatölur 1-0.
Sjá einnig -Brynjar Björn: Ræðst í september
HK er á toppnum eftir tólf leiki. Þeir eru með 28 stig, Þór er í öðru sætinu með 26 stig og ÍA er í þriðja sætinu með 24 stig.
Magni er hins vegar í bullandi veseni. Þeir eru á botninum með sex stig, fjórum stigum frá öruggu sæti er tíu leikir eru eftir.
HK á toppinn eftir áttunda sigurinn
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið



„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

Ægir valinn verðmætastur
Körfubolti

Tottenham vann Evrópudeildina
Fótbolti


„Okkur er alveg sama núna“
Fótbolti

Shaq segist hundrað prósent
Körfubolti
