„Ljósmæður og foreldrar kvíðnir“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:39 Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. Vísir/Vilhelm Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Appelsínugular og gular viðvaranir á aðfangadag Veður Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Fleiri fréttir Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent