„Ljósmæður og foreldrar kvíðnir“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 21. júlí 2018 13:39 Stjórnendur Landspítalans hafa gripið til þess ráðs að gera breytingar á fæðingarþjónustu spítalans vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í kjaradeilu ljósmæðra. Vísir/Vilhelm Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“ Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Mikið álag er á fæðingardeilum á Akranesi og Akureyri vegna deilu ljósmæðra og ríkisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilbrigðisstofnun vesturlands er áhyggjufull yfir ástandinu. Stjórnendur Landspítalans hafa brugðist við uppsögnum ljósmæðra og yfirvinnubanni með því meðal annars að loka meðgöngu- og sængurlegudeild spítalans og sameina kvennlækningadeild. Þá fellur fyrsta reglubundna ómskoðun niður frá og með mánudegi sem hefur aukið álagið sjúkrastofnanir á landsbyggðinni. Þóra Marinósdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi segir aðila verða að fara að semja því þetta getur ekki gengið svona til lengdar. „Ljósmæður og foreldrar eru kvíðnir fyrir framhaldinu. Það er ein ljósmóðir á vakt í einu og ég talaði við þær á Akranesi á áðan á spítalanum. Það var engin fæðing í nótt en mikið að gera hjá þessari einu ljósmóður sem er með mæður og börn þar inni,“ segir Þóra. Nokkrar konur hafa verið sendar á Akranes og hafa verið framkvæmdir þar fimm keisaraskurðir og tveir eru áætlaðir í næstu viku til að létta á Landspítalanum. Þóra hefur áhyggjur af því ástandi sem mun skapast þegar fyrsta reglubundna ómskoðunin verður ekki í boði á Landspítalanum. „Það eru margar konur búnar að hringja og spyrja um tólf vikna sónarinn en við getum ekki bætt við okkur sónar hjá konum. Það eru svo fáir tímar sem við höfum í sónar vegna mannskaps.“ Þóra segir áhyggjuefni hvað verður þegar deilan leysist. Margar þær ljósmæður sem hafa sagt upp eru hjúkrunarfræðingar líka og gætu horfið til þeirra starfa. „Ég vona að þær ljósmæður komi til baka sem hafa sagt upp. Ef þær gera það þá verður þetta kannski fljótt að jafna sig en ef þær koma ekki til baka sem ljósmæður þá verður þetta erfitt ástand.“
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent