Viðkvæmir íbúar óttast GSM-senda í Urriðaholti Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júlí 2018 09:00 Svala Rún Sigurðardóttir segir ekki vanta betra símsamband í Urriðaholt. Hópur fólks í hverfinu þjáist af óþoli fyrir geislum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
Konur í Urriðaholti hafa áhyggjur af uppsetningu GSM-senda fyrir ofan hverfið. Það muni hafa slæm áhrif á þá sem hafa óþol fyrir geislum, rafsviði og rafsegulsviði. Sumir hafi flutt í hverfið því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa. „Það pælir enginn í þessu fyrr en hann er búinn að missa heilsuna og hættur að geta unnið,“ segir Svala Rún Sigurðardóttir, önnur tveggja kvenna sem sent hafa bæjaryfirvöldum í Garðabæ bréf og lýst áhyggjum af því að settir verði upp GSM-sendar í Urriðaholti. Svala Rún bjó þar til fyrir tveimur árum í Mýrahverfi í Garðabæ. Hún segist í samtali við Fréttablaðið hafa fundið breytingu til hins betra eftir að hún flutti í Urriðaholt enda fært sig gagngert þangað því þar sé fimm fasa rafmagn en ekki þriggja fasa eins og víðast annars staðar. „Við erum hópur fólks í Urriðaholtinu sem þjáist af ofurviðkvæmni/óþoli fyrir geislum af ýmsum toga, eins og geislum frá GSM-sendum,“ er útskýrt í bréfi kvennanna. Sjálf kveðst Svala Rún nú hafa um tólf ára skeið farið til mælinga í um sex hundruð hús þar sem fólk hefur orðið fyrir óþægindum vegna senda, rafmagns eða jarðstrauma. Hún segir einkenni sem fólk finni fyrir yfirleitt sambærileg. „Ef við erum að tala um sendana þá er þetta yfirleitt einbeitingarskortur, verkir í líkamanum, höfuðverkir, ógleði. Þetta fer inn á taugakerfið og fólk verður mjög pirrað. Það er ekki hægt að lýsa vanlíðaninni sem fólk er að upplifa,“ útskýrir Svala Rún. Í bréfi sínu þakka konurnar bæjaryfirvöldum fyrir að í Urriðaholti sé fimm fasa rafmagnskerfi. „Við finnum virkilega fyrir frábærum árangri af fimm fasa kerfinu þar sem mengun frá rafmagni er í lágmarki,“ skrifa þær. Lífsgæðin geti skerst með símasendunum og vitna þær til vísindalegra rannsókna. „Því er þetta gríðarlega mikilvægt mál fyrir okkur þar sem heimili okkar er griðastaður og þarf að vera laus frá allri geislun.“ Bréfið var tekið fyrir í bæjarráði sem minnti á að samkvæmt deiliskipulagi Urriðaholts séu ákveðnar lóðir ætlaðar fyrir fjarskiptastarfsemi. Svala Rún segir engin formleg svör hafa fengist hjá bænum um það hvort eitthvert símafyrirtæki hafi falast eftir að fá að setja upp sendi. „Það hefur enginn kvartað undan því að það sé lélegt símasamband hér og bæjarstjórinn hefur staðfest það. Við viljum mótmæla því harðlega að það verði settir upp sendar þarna. Það væri algjörlega óviðunandi fyrir okkur og í andstöðu við að verið er að gera þetta hverfi vistvænt og með betra rafmagni,“ undirstrikar Svala Rún. Að sögn Svölu Rúnar mega sveitarfélög í Frakklandi lögum samkvæmt ekki setja upp senda nema að kynna það fyrir íbúum hvar sendarnir eru, hversu mikill styrkleikinn sé og hver eigi sendana. „Hérna á Íslandi er eins og það sé bara mafían sem er með þessa senda; það veit enginn hvar þeir eru eða hver á þá.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira