Þjálfari AGF um Björn Daníel: „Fékk tækifærið og greip það“ Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júlí 2018 08:00 Björn í baráttunni við finnska landsliðsmanninn Tim Sparv í fyrsta leik AGF. vísir/getty David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
David Nielsen, þjálfari AGF, er ánægður með hvernig miðjumaður hans, Björn Daníel Sverrisson, hefur spilað á undirbúningstímabilinu. Hann verðlaunaði Björn með byrjunarliðssæti í fyrsta leiknum. Björn var á láni hjá Vejle á síðasta tímabili og snéri svo til AGF í janúar. Þar spilaði hann einungis í 37 mínútur það sem eftir var af tímabilinu og flestir bjuggust við því að Björn væri á leiðinni burt. Hann lagði hins vegar mikið á sig í sumar og er nú kominn í byrjunarliðið hjá AGF. Blaðið Stiften gerir þetta að umfjöllun í blaði sínu í dag. „Það var ekki ég sem bauð Birni hér inn heldur sparkaði hann sjálfur upp hurðinni vegna frammistöðu sinni á vellinum,” grínaðist David Nielsen, stjóri AGF í samtali við Stiften blaðið í Árósum. „Þeir leikmenn sem gera það gott á æfingum og eru nægilega öflugir til þess að uppgötva hluti, þá erum við í þjálfarateyminu tilbúnir til þess að gefa þeim tækifæri.” „Sama hver maðurinn er, hvaða sögu hann hefur haft hjá félaginu og hvað hann hefur spilað mikið áður. Þegar leikmaður heldur hausnum uppi og leggur á sig þá kemur tækifærið á ákveðnum tímapunkti. Nú hefur hann gripið það.” Björn Daníel gekk í raðir AGF fyrir tveimur árum síðan og er eðlilega ánægður með að vera kominn á völlinn í úrvalsdeildinni á ný. „Það var gott og óvænt að spila gegn Midtjylland en eftir æfingarleikinn gegn HSV, þar sem ég byrjaði inn á, hafði ég hugmynd um að þetta gæti verið möguleiki, “sagði Björn. „Ég veit vel að það eru leikmenn sem eru meiddir en fyrir mig er þetta gott tækifæri að koma aftur eftir síðustu ár sem hafa verið erfið. Ég sagði við David að ég myndi berjast fyrir sæti mínu þótt margir hefðu dauðadæmt það.” Björn á eitt ár eftir af samningi sínum en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. Hann er í raun lítið að hugsa um það. „Fyrir mig snýst þetta eingöngu um að spila fótbolta. Þetta hefur verið erfiður tími sem ég hef gengið í gegnum, svo hvað gerist á næsta árinu er ekki mikilvægt núna. Það eina sem skiptir máli núna er að mæta í AGF á morgun og gera mitt besta á æfingu.” „Þannig kemst ég áfram. Ég er mjög hungraður. Ég er einungis 28 ára og á mörg ár eftir í boltanum svo ég nýti hvern einasta dag,” sagði FH-ingurinn brosandi að lokum. Allt viðtalið við Björn má lesa hér.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira