Upphitun: Nær Vettel að verja heimavöllinn? Bragi Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 18:30 Vettel sigraði á heimavelli Hamilton í síðasta kappakstri. Hvað gerist á heimavelli Vettel um helgina? Vísir/Getty Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina. Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Hockenheim brautin snýr aftur í Formúlu 1 eftir tveggja ára hlé um helgina. Þjóðverjinn Sebastian Vettel ætlar sér það sem Lewis Hamilton náði ekki að gera fyrir tveimur vikum, að vinna á heimavelli. Það var Vettel sem hafði betur á Silverstone brautinni í Bretlandi í síðasta kappakstri en Hamilton varð að sætta sig við annað sætið. Það er því Þjóðverjinn sem leiðir heimsmeistaramót ökumanna með átta stiga forskot á Hamilton. Algjört einvígi hefur myndast milli þessara ökumanna er þeir berjast við að ná sínum fimmta titli. Nú þegar tímabilið er hálfnað hafa þeir báðir leitt mótið með allt að 18 stigum.Hockenheim er í suðurhluta Þýskalandsvísir/gettiHockenheim er ein sögufrægasta brautin sem keppt er á. Hringurinn var fyrst notaður í Formúlu 1 árið 1970 þegar að ökumenn neituðu að keyra hina stórhættulegu Nurburgring braut. Hockenheim var alltaf þekkt fyrir sína löngu, beinu kafla og erfiðar hraðahindranir. Hröðu kaflarnir voru þó teknir af brautinni árið 2002 þegar hringurinn var styttur til muna. Bæði áhorfendur sem og keppendur hafa almennt ekki verið sáttir með þessa breytingu en það gæti allt breyst um helgina ef heimamaðurinn Vettel nær gulli. Það verður þó ekki auðvelt fyrir Sebastian að ná sigri um helgina. Mercedes hafa verið hraðir á fyrstu æfingum en hraðastir hafa verið Red Bull bílarnir. Daniel Ricciardo náði besta tíma á fyrstu æfingu en Ástralinn verður að byrja kappaksturinn frá þjónustusvæðinu vegna refsingar fyrir vélarskipti. Liðsfélagi hans hjá Red Bull var hraðastur á annari æfingu. Sýnt verður frá síðustu æfingunni, tímatökum og svo kappakstrinum sjálfum í beinni á Stöð 2 Sport um helgina.
Formúla Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira