KR-ingar elstir og með fæsta uppalda í Pepsi-deildinni Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. júlí 2018 13:30 Pálmi Rafn Pálmason er einn af eldri leikmönnum KR en hann er uppalinn á Húsavík. vísir/bára KR er með lang elsta liðið í Pepsi-deild karla í fótbolta miðað við spilaðar mínútur þegar tólf umferðum er lokið og þá spilar liðið á fæstum uppöldum leikmönnum. Þetta hefur fótboltaáhugamaðurinn og Húsvíkingurinn Leifur Grímsson tekið saman en hann birtir reglulega skemmtilega tölfræði um íslenskan fótbolta og þá helst Pepsi-deildina. KR-liðið er með meðalaldurinn 29,3 ár og er ríflega ári eldra FH-liðið sem er með 28,2 ára meðalaldur. Íslandsmeistarar Vals eru í þriðja sæti með 28,1 árs meðalaldur og Stjarnan rétt á eftir en meðalaldur Garðabæjarliðsins miðað við spilaðar mínútur eru 28 ár.Valsliðið er gamalt en nær árangri.vísir/báraGamlir oftast góðir Það sést greinilega að almennt er hár meðalaldur lykillinn að árangri í Pepsi-deildinni en Valur og Stjarnan eru í tveimur efstu sætum deildarinnar, á sama stað og liðin enduðu í fyrra. FH-liðið hafnaði í þriðja sæti í fyrra og er í fjórða sæti núna með þennan háa meðalaldur en hann er ekki að gera mikið fyrir KR-liðið sem er í sjötta sæti eftir að enda síðasta mót í fjórða sæti og missa af Evrópu í fyrsta sinn í áratug. Blikarnir eru yngsta liðið í toppbaráttunni en meðalaldur Kópavogsliðsins er 25,9 ár. Þrátt fyrir það sem að margir kannski halda er það ekki yngsta liðið en fjögur lið eru yngri miðað við spilaðar mínútur. Fylkir, Víkingur, Fjölnir og ÍBV eru öll fyrir neðan Blikana en Eyjamenn eru yngstir. Meðalaldur ÍBV miðað við spilaðar mínútur er 24,7 ár.Það vantar ekki hjartað í Fylkisliðið enda flestir uppaldir.vísir/báraUppaldir á botninum Þegar kemur að uppöldum leikmönnum tróna Fylkismenn á toppnum er varðar notkun þeirra. Aftur er miðað við spilaðar mínútur. Fylkismenn nota 86 prósent heimamenn, tíu prósent leikmenn sem eru íslenskir en koma frá öðrum liðum og aðeins fjögur prósent Fylkisliðsins eru erlendir leikmenn. Keflavík er í öðru sæti en samt sem áður vel á eftir Fylkisliðinu. Keflavík hefur notast við 71 prósent heimamenn og 27 prósent erlenda leikmenn. Það er ekki alltaf samasem merki milli þess að spila á uppöldum og ná árangri en þetta eru tvö neðstu lið Pepsi-deildarinnar. KR-ingar eru neðstir á listanum með aðeins fjögur prósent heimamenn miðað við spilaðar mínútur. KA-liðið er skammt á undan með ellefu prósent, Grindavík 17 prósent og Valsmenn 18 prósent. Grindavík er með hæst hlutfall erlendra leikmanna eða 49 prósent, þar á eftir koma ÍBV með 44 prósent, FH með 41 prósent og Víkingur með 38 prósent.Eftir 12 umf í Pepsi deild karla. ÍBV með yngsta liðið en KR það langelsta. Fylkir spilar mest á uppöldum #fotboltinet pic.twitter.com/15SNqWpAIu— Leifur Grímsson (@lgrims) July 20, 2018 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
KR er með lang elsta liðið í Pepsi-deild karla í fótbolta miðað við spilaðar mínútur þegar tólf umferðum er lokið og þá spilar liðið á fæstum uppöldum leikmönnum. Þetta hefur fótboltaáhugamaðurinn og Húsvíkingurinn Leifur Grímsson tekið saman en hann birtir reglulega skemmtilega tölfræði um íslenskan fótbolta og þá helst Pepsi-deildina. KR-liðið er með meðalaldurinn 29,3 ár og er ríflega ári eldra FH-liðið sem er með 28,2 ára meðalaldur. Íslandsmeistarar Vals eru í þriðja sæti með 28,1 árs meðalaldur og Stjarnan rétt á eftir en meðalaldur Garðabæjarliðsins miðað við spilaðar mínútur eru 28 ár.Valsliðið er gamalt en nær árangri.vísir/báraGamlir oftast góðir Það sést greinilega að almennt er hár meðalaldur lykillinn að árangri í Pepsi-deildinni en Valur og Stjarnan eru í tveimur efstu sætum deildarinnar, á sama stað og liðin enduðu í fyrra. FH-liðið hafnaði í þriðja sæti í fyrra og er í fjórða sæti núna með þennan háa meðalaldur en hann er ekki að gera mikið fyrir KR-liðið sem er í sjötta sæti eftir að enda síðasta mót í fjórða sæti og missa af Evrópu í fyrsta sinn í áratug. Blikarnir eru yngsta liðið í toppbaráttunni en meðalaldur Kópavogsliðsins er 25,9 ár. Þrátt fyrir það sem að margir kannski halda er það ekki yngsta liðið en fjögur lið eru yngri miðað við spilaðar mínútur. Fylkir, Víkingur, Fjölnir og ÍBV eru öll fyrir neðan Blikana en Eyjamenn eru yngstir. Meðalaldur ÍBV miðað við spilaðar mínútur er 24,7 ár.Það vantar ekki hjartað í Fylkisliðið enda flestir uppaldir.vísir/báraUppaldir á botninum Þegar kemur að uppöldum leikmönnum tróna Fylkismenn á toppnum er varðar notkun þeirra. Aftur er miðað við spilaðar mínútur. Fylkismenn nota 86 prósent heimamenn, tíu prósent leikmenn sem eru íslenskir en koma frá öðrum liðum og aðeins fjögur prósent Fylkisliðsins eru erlendir leikmenn. Keflavík er í öðru sæti en samt sem áður vel á eftir Fylkisliðinu. Keflavík hefur notast við 71 prósent heimamenn og 27 prósent erlenda leikmenn. Það er ekki alltaf samasem merki milli þess að spila á uppöldum og ná árangri en þetta eru tvö neðstu lið Pepsi-deildarinnar. KR-ingar eru neðstir á listanum með aðeins fjögur prósent heimamenn miðað við spilaðar mínútur. KA-liðið er skammt á undan með ellefu prósent, Grindavík 17 prósent og Valsmenn 18 prósent. Grindavík er með hæst hlutfall erlendra leikmanna eða 49 prósent, þar á eftir koma ÍBV með 44 prósent, FH með 41 prósent og Víkingur með 38 prósent.Eftir 12 umf í Pepsi deild karla. ÍBV með yngsta liðið en KR það langelsta. Fylkir spilar mest á uppöldum #fotboltinet pic.twitter.com/15SNqWpAIu— Leifur Grímsson (@lgrims) July 20, 2018
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti