Í anda Guðrúnar frá Lundi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 06:00 Í Kaffihúsi Guðrúnar frá Lundi er allt í þjóðlegum stíl, eins og sjá má. Kristín Sigurrós passar upp á það. „Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
„Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira