Katrín Tanja nældi í brons á heimsleikunum Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 5. ágúst 2018 22:30 Mögnuð. Vísir/skjáskot Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld. Fyrir lokagreinina sem fór fram í kvöld var Katrín Tanja í þriðja sætinu en hún var sex stigum á undan Kara Saunders sem var í fjórða sætinu. Rúm 50 stig voru í annað sætið. Spennan var afar mikil og að endingu kláraði Katrín þriðja í sínum undanriðli. Það skilaði henni nægilega mörgum stigum til að tryggja henni bronsið. Hún endaði í þriðja sætinu, rúmum 130 stigum á eftir Tia-Clair Toomey sem vann annað árið í röð. Anníe Mist Þórisdóttir var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina en hún var rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu. Anníe kláraði sjötta í sínum undanriðli og endaði í 5. sæti á heildarlistanum. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 26. sætinu eftir að hafa verið í 25. sætinu fyrir lokagreinina. Þetta var í fyrsta skipti sem Oddrún keppir í einstaklingsflokki en áður hafði hún keppt í liðakeppni. Björgvin Karl Guðmundsson var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina í karlaflokki og átti góðan möguleika á að skjóta sér upp í verðlaunasæti með góðum árangri í síðustu greininni. Hann endaði tólfti í öllum undanriðlunum sem dugði ekki til að klifra upp töfluna. Hann endaði því í fimmta sætinu á heildarlistanum. Sigurvegarinn í karlaflokki var Mathew Fraser en hann vann með nokkrum yfirburðum. Stórkostlegur íþróttamaður. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdist með nýjustu vendingum á leikunum.
Katrín Tanja Davíðsdóttir gerði sér lítið fyrir og nældi sér í brons á heimsleikunum í Crossfit sem kláruðust í Madison í kvöld. Fyrir lokagreinina sem fór fram í kvöld var Katrín Tanja í þriðja sætinu en hún var sex stigum á undan Kara Saunders sem var í fjórða sætinu. Rúm 50 stig voru í annað sætið. Spennan var afar mikil og að endingu kláraði Katrín þriðja í sínum undanriðli. Það skilaði henni nægilega mörgum stigum til að tryggja henni bronsið. Hún endaði í þriðja sætinu, rúmum 130 stigum á eftir Tia-Clair Toomey sem vann annað árið í röð. Anníe Mist Þórisdóttir var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina en hún var rúmum hundrað stigum á eftir Katrínu. Anníe kláraði sjötta í sínum undanriðli og endaði í 5. sæti á heildarlistanum. Oddrún Eik Gylfadóttir endaði í 26. sætinu eftir að hafa verið í 25. sætinu fyrir lokagreinina. Þetta var í fyrsta skipti sem Oddrún keppir í einstaklingsflokki en áður hafði hún keppt í liðakeppni. Björgvin Karl Guðmundsson var í fimmta sætinu fyrir lokagreinina í karlaflokki og átti góðan möguleika á að skjóta sér upp í verðlaunasæti með góðum árangri í síðustu greininni. Hann endaði tólfti í öllum undanriðlunum sem dugði ekki til að klifra upp töfluna. Hann endaði því í fimmta sætinu á heildarlistanum. Sigurvegarinn í karlaflokki var Mathew Fraser en hann vann með nokkrum yfirburðum. Stórkostlegur íþróttamaður. Hér fyrir neðan má lesa textalýsingu blaðamanns Vísis sem fylgdist með nýjustu vendingum á leikunum.
CrossFit Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Handbolti Fleiri fréttir Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Dagskráin í dag: Toppslagur hér heima og stórleikur á Englandi Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Sjá meira