Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 31. júlí 2018 06:00 Rebekka segir Rauðasand, Látrabjarg og Selárdal toga ferðamenn vestur. Þó sé hún enn að hitta Íslendinga sem aldrei hafi komið til Vestfjarða. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
„Það er spennandi áskorun að takast á við þetta stóra verkefni en krefjandi,“ segir Rebekka Hilmarsdóttir lögfræðingur um starf bæjarstjóra Vesturbyggðar sem hún er að taka við. Hún býst við að reka sig á margt sem hún eigi ólært en vonast líka til að geta nýtt þá þekkingu og reynslu sem hún hefur. Rebekka er 34 ára. Hún fæddist í Kollsvík í Vesturbyggð en kveðst í raun hafa flutt þaðan 15 ára þegar hún fór í tíunda bekk á Patreksfirði og menntaskóla í Reykjavík í framhaldinu. Segir foreldra sína hafa verið með búskap í Kollsvík til 2002 og verja þar öllum fríum. „Víkin fyllist dálítið af fólki á sumrin. Ég var þar sjálf í fyrrasumar, þá var orðið langt síðan ég hafði dvalið þar sumarlangt, en bæði var ég í fæðingarorlofi og miklar framkvæmdir stóðu yfir í húsinu sem ég og maðurinn minn búum í í Grindavík.“ Þau hjón eru líka að gera upp hús á Patreksfirði. Það er gamli spítalinn sem var byggður 1901. Rebekka segir það 280 fermetra að stærð. „Þetta er stórt en skemmtilegt verkefni. Ég er ekki viss um að við hefðum ráðist í það nema af því maðurinn minn er smiður og kann til verka,“ segir hún og telur húsið íbúðarhæft. „Við erum í miðjum framkvæmdum en erum sjóuð í að búa í þannig aðstæðum. Það er viss veikleiki hjá okkur að bjarga gömlum húsum – í hjáverkum. Ég veit ekki til hvers við eigum sjónvarp, við kveikjum aldrei á því!“ Vesturbyggð nær úr Arnarfirði að Kjálkafirði, að Tálknafirði undanskildum. „Mín verkefni fara auðvitað eftir því hverjar áherslurnar eru hjá nýrri bæjarstjórn. Við eigum eftir að stilla saman strengi,“ segir Rebekka um viðfangsefnin fyrir vestan. „Það eru mörg mál sem þarf að fylgja eftir, eins og samgöngumálin sem snerta alla byggðina. Fólki er að fjölga á svæðinu, sem er afskaplega ánægjulegt. Þeirri þróun fylgir ýmis þjónusta sem sveitarfélaginu ber að veita svo fólkið fari ekki aftur.“ Rakel finnur sjálf fyrir því að leikskólinn Patreksfirði er fullur og engin dagmamma til staðar. „Ég stóð frammi fyrir því sama í Grindavík, var því búin að ráða franska stúlku til að passa soninn og er svo heppin að henni líst vel á að flytja með okkur vestur.“ Rebekka starfar nú hjá atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu. Hún kveðst þurfa að ljúka ýmsum störfum þar. En átthagarnir toga. „Mér finnst forréttindi að geta farið aftur heim og vinna í Vesturbyggð, því góða samfélagi. Það er dýrmætt fyrir mig og vonandi íbúana líka.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00 Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
Fluttu vestur til að starfa við framúrstefnulegan banka á Þingeyri Vísir átti forvitnilegt spjall við aðstandendur Blábankans á Þingeyri þar sem leitast er við að veita frumkvöðlum tækifæri til að þróa hugmyndir sínar. 26. maí 2018 10:00
Mesta fjölgun á Vestfjörðum í áratugi Vestfirðingum hefur fækkað undanfarna áratugi, en nú er öldin önnur. Formaður bæjarráðs Ísafjarðar segir fjórðunginn vera að spyrna við fótum. Ný atvinnutækifæri á svæðinu blási íbúum von í brjóst. 19. febrúar 2018 06:00