Ferðafólk eykur matarinnkaup Kristinn Ingi Jónsson skrifar 31. júlí 2018 06:00 Hlutfall dagvöru í verslun erlendra ferðamanna hefur vaxið hratt undanfarið. Fréttablaðið/Anton Brink Kortavelta erlendra ferðamanna í dagvöru jókst á fyrstu fimm mánuðum ársins um 16 prósent miðað við í fyrra. Erlend kortavelta veitingahúsa jókst aðeins um ríflega fjögur prósent. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir merki um að ferðamenn séu sparsamari en áður. Sterk króna eigi eflaust hlut að máli. „Þróun á kortaveltu í dagvöruverslun og veitingaþjónustu fylgdist að framan af,“ útskýrir forstöðumaðurinn, Árni Sverrir Hafsteinsson. „En að undanförnu hefur veltan í dagvöruverslun aukist heldur meira. Við sjáum að ferðamenn eru farnir að haga sér meira líkt og hagsýnir neytendur. Hlutfall dagvöru í verslun þeirra hefur vaxið umtalsvert á meðan vöxturinn er minni í sölu á sérvörum og lúxusvarningi.“ Erlendir ferðamenn keyptu dagvöru fyrir tæplega 3,3 milljarða króna með greiðslukortum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam veltan 2,8 milljörðum.Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnarFataverslun erlends ferðafólks nam 1,8 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 20 prósent en gjafa- og minjagripaverslun dróst saman um nær sjö prósent. Tollfrjáls verslun minnkaði um tólf prósent. Verslun í heild jókst um 5,5 prósent. Erlendir ferðamenn greiddu rúmlega 9,4 milljarða króna fyrir veitingaþjónustu á fyrstu fimm mánuðum ársins og 18,7 milljarða fyrir hótelgistingu. Velta þeirra í síðarnefnda útgjaldaliðnum jókst um ríflega 13 prósent á milli ára en til samanburðar var vöxturinn yfir 30 prósent milli áranna 2016 og 2017. Erlend greiðslukortavelta nam í heild alls 87 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um sjö prósent eða um 6,6 milljarða í krónum milli ára. Árni Sverrir bendir þó á að samanburður á kortaveltutölum milli ára gefi skakka mynd af þróun mála þar sem stórt fyrirtæki í flugþjónustu hafi á síðasta ári flutt færsluhirðingu sína úr landi. Vissulega sé vöxtur kortaveltunnar minni en áður en hann sé engu að síður ágætur. „Það má segja að við séum að halda sjó. Það er ekkert hrun í kortunum,“ nefnir hann. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira
Kortavelta erlendra ferðamanna í dagvöru jókst á fyrstu fimm mánuðum ársins um 16 prósent miðað við í fyrra. Erlend kortavelta veitingahúsa jókst aðeins um ríflega fjögur prósent. Forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar segir merki um að ferðamenn séu sparsamari en áður. Sterk króna eigi eflaust hlut að máli. „Þróun á kortaveltu í dagvöruverslun og veitingaþjónustu fylgdist að framan af,“ útskýrir forstöðumaðurinn, Árni Sverrir Hafsteinsson. „En að undanförnu hefur veltan í dagvöruverslun aukist heldur meira. Við sjáum að ferðamenn eru farnir að haga sér meira líkt og hagsýnir neytendur. Hlutfall dagvöru í verslun þeirra hefur vaxið umtalsvert á meðan vöxturinn er minni í sölu á sérvörum og lúxusvarningi.“ Erlendir ferðamenn keyptu dagvöru fyrir tæplega 3,3 milljarða króna með greiðslukortum á fyrstu fimm mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra nam veltan 2,8 milljörðum.Árni Sverrir Hafsteinsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnarFataverslun erlends ferðafólks nam 1,8 milljörðum króna á tímabilinu og jókst um 20 prósent en gjafa- og minjagripaverslun dróst saman um nær sjö prósent. Tollfrjáls verslun minnkaði um tólf prósent. Verslun í heild jókst um 5,5 prósent. Erlendir ferðamenn greiddu rúmlega 9,4 milljarða króna fyrir veitingaþjónustu á fyrstu fimm mánuðum ársins og 18,7 milljarða fyrir hótelgistingu. Velta þeirra í síðarnefnda útgjaldaliðnum jókst um ríflega 13 prósent á milli ára en til samanburðar var vöxturinn yfir 30 prósent milli áranna 2016 og 2017. Erlend greiðslukortavelta nam í heild alls 87 milljörðum króna á fyrstu fimm mánuðum ársins og dróst saman um sjö prósent eða um 6,6 milljarða í krónum milli ára. Árni Sverrir bendir þó á að samanburður á kortaveltutölum milli ára gefi skakka mynd af þróun mála þar sem stórt fyrirtæki í flugþjónustu hafi á síðasta ári flutt færsluhirðingu sína úr landi. Vissulega sé vöxtur kortaveltunnar minni en áður en hann sé engu að síður ágætur. „Það má segja að við séum að halda sjó. Það er ekkert hrun í kortunum,“ nefnir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Viðskipti innlent Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Viðskipti innlent Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Viðskipti innlent Íslensk fyrirtæki setja markið hátt í sjálfbærni Framúrskarandi fyrirtæki Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Viðskipti innlent Ragnhildur til Datera Viðskipti innlent Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Viðskipti innlent Þórunn seld og tuttugu sagt upp Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Sjá meira