Segir samráð við Rússa ekki glæp og að Trump sé alsaklaus Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2018 17:44 Rudy Giuliani vill meina að Trump forseti sé blásaklaus en samráð við erlent ríki sé hvort eð er ekki glæpur. Vísir/AFP Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hélt því fram í dag að það væri ekki lögbrot ef forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Hvað sem því liði væri skjólstæðingur hans blásaklaus. Sérstakur rannsakandi stýrir nú rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum um að hafa áhrif á úrslit þeirra og jafnframt hvort að Trump hafi freistað þess að hindra framgang rannsóknarinnar.Í viðtölum í bandarísku sjónvarpi í dag sagðist Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hafa reynt að finna samráð við erlend stjórnvöld í alríkishegningarlögum en án árangurs. Forsetinn væri algerlega saklaus af öllum glæpum. „Samráð er ekki glæpur,“ fullyrti Giuliani. Trump hefur sjálfur ítrekað hafnað því að framboðið hafi staðið í slíku samráði og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn framboðsins og ráðgjafar forsetans hafa þó verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. „Þegar þú byrjar að greina glæpinn, þá er tölvuinnbrotið glæpurinn. Forsetinn braust ekki inn í tölvur. Hann borgaði þeim ekki fyrir að tölvuinnbrot,“sagði Giuliani við CNN-fréttastöðina. Rússneskir tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml eru taldir hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda hans, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísbendingar hafa komið fram um að starfsmenn framboðs Trump hafi fengið vitneskju um að Rússar byggju yfir tölvupóstunum áður en uppljóstranavefurinn Wikileaks hóf að birta þá.WOW -- @RudyGiuliani begins @foxandfriends interview by downplaying the significance of collusion."I have been sitting here looking in the federal code trying to find collusion as a crime. Collusion is not a crime."pic.twitter.com/fD1MdS6T29— Aaron Rupar (@atrupar) July 30, 2018 Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Lögmaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta hélt því fram í dag að það væri ekki lögbrot ef forsetaframboð Trump hefði átt í samráði við rússnesk stjórnvöld um að hafa áhrif á kosningarnar árið 2016. Hvað sem því liði væri skjólstæðingur hans blásaklaus. Sérstakur rannsakandi stýrir nú rannsókn á því hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við útsendara stjórnvalda í Kreml fyrir forsetakosningarnar fyrir tveimur árum um að hafa áhrif á úrslit þeirra og jafnframt hvort að Trump hafi freistað þess að hindra framgang rannsóknarinnar.Í viðtölum í bandarísku sjónvarpi í dag sagðist Rudy Giuliani, lögmaður Trump, hafa reynt að finna samráð við erlend stjórnvöld í alríkishegningarlögum en án árangurs. Forsetinn væri algerlega saklaus af öllum glæpum. „Samráð er ekki glæpur,“ fullyrti Giuliani. Trump hefur sjálfur ítrekað hafnað því að framboðið hafi staðið í slíku samráði og kallað rannsóknina „nornaveiðar“. Nokkrir fyrrverandi starfsmenn framboðsins og ráðgjafar forsetans hafa þó verið ákærðir í tengslum við rannsóknina. „Þegar þú byrjar að greina glæpinn, þá er tölvuinnbrotið glæpurinn. Forsetinn braust ekki inn í tölvur. Hann borgaði þeim ekki fyrir að tölvuinnbrot,“sagði Giuliani við CNN-fréttastöðina. Rússneskir tölvuþrjótar á vegum stjórnvalda í Kreml eru taldir hafa brotist inn í tölvupósta Demókrataflokksins og Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda hans, fyrir kosningarnar árið 2016. Vísbendingar hafa komið fram um að starfsmenn framboðs Trump hafi fengið vitneskju um að Rússar byggju yfir tölvupóstunum áður en uppljóstranavefurinn Wikileaks hóf að birta þá.WOW -- @RudyGiuliani begins @foxandfriends interview by downplaying the significance of collusion."I have been sitting here looking in the federal code trying to find collusion as a crime. Collusion is not a crime."pic.twitter.com/fD1MdS6T29— Aaron Rupar (@atrupar) July 30, 2018
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34 Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Lögmaður Trump tók hann upp ræða greiðslur til Playboy-fyrirsætu Michael D. Cohen, sem starfað hefur sem lögmaður Trump í fjölda ára, á upptöku þar sem forsetinn ræðir greiðslur til Playboy-fyrirsætu sem segist hafa átt í ástarsambandi við Bandaríkjaforsetann. 20. júlí 2018 16:34
Trump þvertekur fyrir að hafa vitað af Rússafundinum Donald Trump, Bandaríkjaforseti, neitar því að hafa vitað fyrirfram af fundi ráðgjafa sinna með rússneskri sendinefnd sem fór fram í Trump-turni í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016. 27. júlí 2018 16:00