Innlent

Valgerður nýr skólastjóri Framhaldsskólans á Húsavík

Samúel Karl Ólason skrifar
Velgerður Gunnarsdóttir.
Velgerður Gunnarsdóttir.
Velgerður Gunnarsdóttir hefur verið skipuð skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, tók þessa ákvörðun að fenginni umsögn skólanefndar skólans. Valgerður er skipuð í embættið til fimm ára frá og með 1. ágúst 2018.

Samkvæmt tilkynningu frá ráðuneytinu bárust tvær umsóknir um embættið.

Valgerður lauk B.A. prófi í íslensku frá Háskóla Íslands, námi í kennslu- og uppeldisfræði frá Háskólanum á Akureyri og diplómanámi í stjórnun og forystu í skólaumhverfi frá Endurmenntun Háskóla Íslands. Valgerður hefur víðtæka reynslu af skólastarfi sem kennari, námsráðgjafi, deildarstjóri í Framhaldsskólanum á Húsavík og skólameistari Framhalds­skólans á Laugum.

Valgerður hefur einnig víðtæka reynslu af sveitarstjórnarmálum sem bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar. Hún hefur enn fremur gegnt ýmsum trúnaðar­störfum, þar á meðal formennsku í Skólameistarafélagi Íslands, setið í stjórn Útgerðarfélagsins Höfða og í stjórn Menningarsjóðs þingeyskra kvenna. Valgerður sat á Alþingi 2013-2017 og var formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 2016-2017. Hún hefur verið varaþingmaður frá í maí 2018.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×